Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Side 10

Morgunn - 01.12.1948, Side 10
Rœða Einars Loftssonar. % FríMrkjunni 4. apríl. Frá því að maðurinn gerði sér þess grein, að hann væri hugsun og skyni gædd lífvera, búin athyglisgáfu og ályktunarhæfileika, hefur það jafnan verið viðfangsefni hans að leita þekkingar og skilnings á umhverfi sínu og lögmálum þeim, sem stjórnuðu fyrirbrigðum þess. En samtímis hefur þekkingar- og skilningsþrá hans engu að síður beinzt að honum sjálfum. Spurningamar: Hvaðan kom ég? Hver er ég? Hvert fer ég? hafa jafnan verið stöðugir förunautar hans á vegferðinni og enn í dag kveðja þær sér hljóðs í vitund hvers hugsandi manns. Saga mannkynsins á þessari jörð sýnir ótvírætt, að það hefur jafnan skipt miklu fyrir örlög og framtíð einstak- lingsins og kynslóðanna að hvaða niðurstöðum leitendur aldanna telja sig hafa komizt, hvaða svör þeir hafa fund- ið við því, hvaðan þeir kæmu og hvert þeir færu. Þau hafa mótað lífsskoðanir og lífsstefnuval þeirra á öllum tímum, og enn í dag virðast svör þau, er menn telja sig finna við þessum spurningum, ráða mestu um þetta. Hebreski djúphyggjumaðurinn, er færði hina líkingar- fullu sköpunarsögu í letur, sem lesa má í I. bók Móse, svarar spumingunni: „Hvaðan kom ég?“ á þessa leið: „Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lif- andi sál.“ Og hann er ekki einn um þessa túlkun á upp- runa mannsins. Trúarbrögð mannkynsins, sem eru harla ólík hvað kenningar og guðfræði snertir, eru þó sam-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.