Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Page 18

Morgunn - 01.12.1948, Page 18
164 MORGUNN heima, og beri í sjálfum sér broteind af eðli höfundar síns. Þeir, sem hafa fært sönnur á framhaldslíf sitt í öðrum heimi, komu einnig til fundar við jarðneska menn, til þess að segja þeim, að til sé vegur fyrir hverja mannssál að þræða, svo að hún fái vaxið og þroskað guðseindina í sjálfri sér, vegurinn, sem meistarinn mikli hafi gengið á undan oss, að háleitasta og göfugasta takmark manns- ins sé að þræða þennan veg, veginn hans, veginn til vöggustöðvanna og átthaganna eilífu. Þeir hafa minnt á, að þeim mim meira, sem í þeim búi af sjálfselsku og sín- girni, þeim mun daufar logi Ijósið í sjálfum þeim, því að vegurinn til ljóssins sé vegur mannelskunnar og hins fórn- andi kærleika. Getum. vér hugsað oss, að sá maður, sem öðlazt hefur sannfæringarvissu um það, að látinn lifi, þekkinguna, sem einnig staðfestir að maðurinn sé guðseðli gæddur, leiti þrám sínum fullnægingar í fenjum siðspillingar og mann- skemmandi breytni, ef hann hefur sannfærzt um veruleik hinnar tæru lindar í eigin sál? Enginn þarf að vænta, að þó vér eignumst þessa þekkingu, að vér verðum sam- tímis að heilögum og hreinum mönnum. Leiðin til hinna sólroðnu tinda fullkomleikans er löng og erfið. En ef oss vaknar þrá til að sækja á brattann, þá sannfærumst vér einnig um máttinn, sem opinberast í veikleikanum, máttinn, sem þokar oss áfram fet fyrir fet, og gefur oss kraft til að rísa á fætur að nýju, þó að vér kunnum að hafa hras- að eða villzt af réttri leið. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Sérhvað það, sem gerir mennina að sannari og betri mönnum, er sannleikur. Guð gefi málefni sannleik- ans sigur.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.