Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Page 34

Morgunn - 01.12.1948, Page 34
180 MORGUNN sínu. En þessa fögru kveðju fá að heyra hinar hógværu sálir, þær, sem leita hamingjunnar í hógværri sannleiks- þjónustu, þekkja hvorki þekkingarhroka né yfirlæti, en láta þó ekki bókstafinn binda sig, en leita auðmjúkar hins sanna. 1 þeirra hópi var hann, og því mun á honum ræt- ast fyrirheitið í Fjallræðunni um hina hógværu, sem eiga landið að erfa. En fagurt verður það land, sem hann erf- ir, eins og sál hans var fögur til. „Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru“, segir heilög Ritning, og þá má ekki dylja það, að á sömu klukkustundinni og Isleifur andað- ist, kom hann til fjarlægs vinar, sem ekki vissi andlát hans, og sagði honum glaður, hvað orðið væri. Sú gleði hans mun enn fullkomnast og verða miklu meiri. Misk- unnsamur var hinn hljóðláti gestur, sem til hans kom á sunnudagsmorguninn, eftir sjö mánaða sjúkdómslegu hans, og sleit silfurþráðinn, sem tengdi flugþyrsta sál hans við f jötraðan líkama. Engan helkaldan feigðardóm flutti hann, nei, ekki kalda kveðju, heldur bar hann vini vorum í kyrrlátu andláti hið .fagnaðarríka orð frá Guði: „Vinur, flyt þig hærra upp“. Þessvegna hneigjum vér höfði, hugs- um í hljóði um þá miklu braut, sem oss er öllum búin um heima og himna, og lofum hann, sem af ómælanlegri náð og þrotlausri trúfesti vakir yfir þessari vegferð allrk Dýrð sé góðum Guði í hæstum hæðum.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.