Morgunn - 01.12.1948, Qupperneq 36
182
MORGUNN
hásumarið leita margir þess að komast burt úr borginni,
og aðrir nota timann til ferðalaga í þágu málsins með
erindaflutningi og öðru.
Sá maðurinn meðal kunnra spíritista, sem ég hafði fyrst
tal af, var ritstjóri víðlesnasta spíritistablaðsins, Psychic
News, Mr. Austin. Ég fann hann að máli í ritstjórnar-
skrifstofunni, og bað hann mig þar um viðtal um spírit-
ismann á Islandi, en viðtalið birti hann í blaði sínu fá-
um dögum síðar. Þótti honum mikið til þess koma, sem
ég sagði honum af aldarafmælishátíðinni hér í Reykja-
vík, og þó einkum þess, að herra biskupinn skyldi vera
meðal þeirra, er tóku þar til máls. Ekki dró ég úr víð-
sýni biskups vors, frjálslyndis hans og einurðar, en benti
honum þó jafnhliða á þá staðreynd, að vér hér heima
teldum það ekki ráðlegt að vera með þau sífelldu oln-
bogaskot í kirkjuna, sem enskir spíritistar tíðka mjög,
enda hefðum vér engan veginn ástæðu til þess, með Þv'
að íslenzka kirkjan væri miklu frjálslyndari og miklu
vinsamlegri í garð spíritismans en sú brezka. Ritstjóran-
um þótti miðlamir fáir hér í Reykjavík, en hann breytti
um skoðun fljótlega, þegar ég sagði honum fólksfjöldann
hér og bað hann síðan að meta hlutföllin rétt. Land-
kynningin er enn ekki meiri en svo af vorri hendi, að
brezkir menntamenn margir hafa býsna ófullkomnar hug'
myndir um oss, en gera sér þó margir í hugarlund, að vér
séum miklu f jölmennari en vér erum. Þetta kann að benda
til þess, að vér Islendingar séum nokkuð fyrirferðarmiklir
út á við, en það er skynsamlegra af oss að miklast ekki
af því. Psychic News-mennirnir, með Mr. Austin í broddi
fylkingar, eru fyrirtaks duglegir menn og vinna manna
mest að útbreiðslu spíritismans með enskumælandi þjóð'
um, en hjá hinum rólegri spíritistum varð ég þess var,
að nokkuð þótti þeim skorta á það, að ævinlega vsen
nógu vandaðar heimildir að sumum frásögunum, seh1
blaðið birti, og að nokkuð hætti ritstjórninni til þess að
setja æsifregnablæ á frásögumar sumar, en Psychic NeWs