Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Side 39

Morgunn - 01.12.1948, Side 39
MORGUNN 185 Ung stúlka, líklega 15 ára gömul. Hann lýsti henni og Sagði sterkt skyldleikaband milli okkar. Ég kannaðist ekki við þetta og bar það til baka, en röddin stóð fast á sínu ttiáli og fór að tala um jarðneska ástvini þessarar ungu stúlku, einkum móður hennar. Þá minnti kona mín mig á, hvort þetta gæti ekki átt við frænku mína, óvenjulegt eftirlætisbarn mitt og fjölskyldunnar. Minntist ég þess ^á, að hún var dáin fyrir fullum tólf árum og var þriggja Ura, þegar hún dó, og ætti því nú að vera 15 ára. Þá sá eg að lýsingin var öll rétt, og stjómandi miðilsins sagð- lst vera að lýsa henni eins og hún væri nú, en hún hefði Verið smábam, þegar hún hefði farið af jörðunni, en hefði vitanlega haldið eðlilegum þroska sínum áfram í andaheiminum. Þá varð mér allt ljóst, en mér vitanlega het ég aldrei hugsað um þetta yndislega barn öðruvísi eu sem smábarn, eins og hún var, þegar hún fór af jörð- úhni. En nú sagði stjórnandi miðilsins mér fyrra nafn hennar á íslenzku og stafaði það hægt en alveg rétt. Við nánari athugun þótti mér þetta merkilegt. Meðan Verið var að lýsa þessari 15 ára gömlu stúlku, var ég viss að stjómandi miðilsins væri að fara með hreina vit- eVsu og mótmælti því að þekkja þessa vem, og var orð- hin fremur afundinn, leiddist þessi ímyndaða vitleysa, ég Uafði engan ástvin misst á þeim aldri. Og um þetta elsku barn, sem mér var síðan sagt íslenzka nafnið á, hafði ég, ^hár vitanlega ,aldrei hugsað sem unga stúlku. Var þessi ^Vnd þá tekin úr vitund minni og þessi vitneskja, sem e8 þraetti þverlega fyrir, tekin og lesin úr hugskoti mínu? f^æsti fundurinn var með ungum miðli, Mr. Johnson að nafni. Fundurinn varð neikvæður og ekkert á hon- að græða. Stjórnandi miðils þessa tjáir sig vera Kín- Ver3a. Hann sagði mér ýmislegt um sjálfan mig, en ekki annst mér það sannfærandi, og miðillinn vaknaði eftir stuttan svefn. Þriðja fundinn sat ég með konu, sem heitir Mrs. Meth- ven 0g starfaði um langt skeið við góðan orðstí hjá

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.