Morgunn - 01.12.1948, Page 48
194
MORGUNN
prestum um kirkjurækni og samstarf við þá, með því
móti gætu þeir unnið málefninu á Islandi mikið gagn.
Þá kveðju er mér Ijúft að flytja hér, því að ég veit ekki,
hvort öllum spíritistum hér er ljós þýðing þess, sem Miss
Phillimore er hér að túlka.
Enginn spíritisti má sýna þá sjálfselsku að vilja njóta
málsins fyrir sjálfan sig einan, málefnið sjálft leggur oss
æðri skyldur á herðar.
Ég hygg, að spíritistar hér hafi ekki gert sér nægilega
vel Ijóst, hversu miklu meiri möguleikar eru hér en nokk-
urs staðar með öðrum þjóðum, til þess að vinna fyrir
málefnið einmitt innan kirkjunnar. Þar plægði séra Har-
aldur Níelsson akurinn svo vel, að vér megum ekki láta
undan draga að sá í jarðveginn, sem hann varði viti sínú
og miklum hæfileikum til að undirbúa. En um þetta eru
margir spíritistar allt of tómlátir.
Jón Auöuns.
Mctdame Andrade,
spönsk kona og merkilegur miðill, sem aldrei starfaði opih'
berlega, en aðeins fyrir nokkra vísindamenn. Dr. Feija°>
prófessor í skurðlækningum við háskólann í Lissabohi
rannsakaði árum saman fyrirbrigðin, sem fyrir miðilsgáfu
hennar gerðust, og þessi var yfirlýsing hans eftir miki^
rannsóknastarf: „Áður fyrr trúði ég engum þessum hlut'
um, en nú, eftir að ég hef séð og rannsakað, iðrar Tfité
þess, hve vantrúaður ég var.“