Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Page 50

Morgunn - 01.12.1948, Page 50
196 MORGUNN blaðamennska, sem hér var að verki. Blöðin eru svo mik- ið vald í þjóðlifinu, að þeim má ekki haldast uppi með þær starfsaðferðir, sem þar eru oft látnar ráða. Dagblöð- in í höfuðstaðnum eru öll sterklega flokksbundin, en á- stæður eru til að ætla, að margir lesendur þeirra séu farnir að beita blaðamennina meiri gagnrýni en oft hef- ur verið áður gert, og taka með meiri varúð því að láta málflutning þeirra móta skoðanir sínar. Þegar blaðamað- ur leyfir sér að birta með stórum upphafsstöfum í fyrir- sögn, að einhver sé uppvís að viðbjóðslegum svikum, en getur þess í greinarlok, að málið muni vera í rannsókn, verður mörgum að spyrja, hvort blaðamennskan fari ekki að verða æði viðsjárverð. Þegar er þessi fregn var birt, leitaði stjóm Sálarrann- sóknafélags Islands eftir traustum heimildum um þetta mál frá Danmörku, og þegar er málalokin voru kunn, sendi hún leiðréttingar til beggja blaðanna, sem fregn- ina höfðu flutt. Blöðin birtu þessa leiðrétting, en Alþbl. lét fylgja frámunalega ósmekklega athugasemd, sem ekki gat átt annað markmið en að viðhalda grunsemdum gegn miðlinum. Var því þar haldið fram, að þótt engin svik hefðu sannazt á miðilinn, væri sakleysi hans ekki sannað. Væri það ekki hart, að liggja alla ævi undir grunsemd um þjófnað, þrátt fyrir það, að enginn þjófnaður hefði sannazt á manninn? Á hverjum hvílir sönnunarskyldan öðrum en þeim, sem ákærir? Hlaupi einhver maður með svikabrigzl um náungann til lögreglunnar, verður hann að sætta sig við það að vera talinn uppvís að frumhlaupi> ef hann getur ekki sannað mál sitt, og þá telja góðin menn það ódrengilegt að viðhalda grunsemdum um þann, sem sökum var borinn. Þetta mál er þannig vaxið, að í sept. s.l. var Einer Niel' sen staddur í Árósum og hélt þar nokkra fundi í heima- húsum. Hann var þá nýkominn heim frá alþjóðafundi spíritista í Lundúnum, hafði haldið þar fund fyrir líkamn- ingafyrirbrigði, sem fulltrúar frá tuttugu löndum sátu, 4

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.