Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Page 54

Morgunn - 01.12.1948, Page 54
200 MORGUNN til að sanna sakaráburðinn með annað en tilgátur eða getgátur, sem reistar eru á eigin fávizku og þekkingar- leysi. En þessi er hlutur danska fólksins, sem árásina hóf, og ekki er það öfundsvert af honum. Fyrir skömmu skrifaði Einer Nielsen vinum sínum hér í bænum, að hann væri hræddur um, að enn ein slík árás mundi ríða heilsu sinni að fullu. Vér vonum, að til þess komi ekki, en dæmin eru nærtæk. Fáir miðlar hafa notið annars eins trausts hjá merku og góðu fólki og Madame d’Esperance. Um hana sagði hinn frægi rússneski stjómmálamaður og vísindamaður, Aksakof, sem var í náinni samvinnu við hana um margra ára skeið, að hún væri jafn frábær sem miðill og mannkostakona. Á til* raunafundi, sem hún var að halda í Helsingfors árið 1893, réðst tortrygginn maður, sem hélt að um svik væri að ræða, að líkamaðri veru, hinni frægu Yolande. Veran leystist upp og hvarf, en Madame d’Esperance varð fyrir slíku taugaáfalli, að hún beið þess aldrei aftur bætur. Síð' ari hluta ævinnar dvaldist hún að mestu í Svíþjóð og var löngum mikið þjáð. Slíku verði varð þessi ágæta kona að gjalda heimsku og tortryggni mannanna. Það er von, að Einer Nielsen óttist að bíða þau örlög. Vér vonum, að til þess þurfi ekki að koma. «7. A.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.