Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Page 56

Morgunn - 01.12.1948, Page 56
„Ekk j upeningurinn." Nokkuru fyrir fyrri heimstyrjöldina andaðist hinn at- hafnamikli bókaútgefandi dr. Isac Kaufmann Funk, for- stjóri og aðaleigandi hins mikla útgáfufyrirtækis Funk & Wagnalls, sem rak starfsemi jöfnum höndum í New York og London. Hann var einn hinna áhrifameiri boðbera spírit- ismans á sinni tíð sakir þess álits, sem hann naut meðal menntamanna víða um lönd. Hann sannfærðist um framhaldslífið og sambandið við látna menn af fyrirbrigðum hjá hinum ágæta miðli, May Pepper Vanderbilt í Brooklyn. Hjá henni fékk hann sam- band við hinn látna sálarrannsóknamann, dr. Richard Hodgson, sem þá var fyrir fáum vikum látinn, og hafði um skeið verið einn af mestu áhrifamönnum um sálarrann- sóknir, enda maður alkunnur að gáfum og vísindalegum lærdómi. Dr. Funk taldi sannanirnar frá hinum látna dr. Hodgson alveg tvímælalausar, óyggjandi að nokkur gæti annar á bak við þær staðið en hinn látni maður. Eftir þetta ritaði dr. Funk ágætar bækur um málefnið og margar greinar, en vegna þjóðfélagslegrar aðstöðu hans veir mjög tekið til greina það, sem hann lagði til málanna, auk þess, sem hinn mikli bókaútgefandi hafði góða aðstöðu til þess að leggja málinu lið. 1 bókinni, The Widow’s Mite and other Psychic Peno- mena, birti hann mjög eftirtektarverða sögu af því, hvern- ig smápeningur fannst, að tilvísun raddar, sem talaði af vörum miðils, og sagan er birt hér, þýdd úr blaðinu The Psychic Observer, en þar er hún stytt frá því, sem er í bókinni.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.