Morgunn - 01.12.1948, Síða 64
Hverju gröfin lofar.
Páskahugleiðing eftir séra Ólaf Ólafsson, Kvennabrekku.
Matt. 28, 1—8.
Það er fögur ræktarsemi að ganga að leiði látins vinar
til að hlynna að því, reita burt dauðan gróður og bseta
skilyrðin fyrir hinn nýja, til skrauts og prýði hinu þögla
rúmi látinna líkamsleifa. Þetta fellur jafnan konunum 1
hlut, og birta þær ósjálfrátt með því hið meðfædda þjóns-
lundareðli og ræktarsemi umfram það, sem karlmanninUJh
er jafnaðarlega tamt eða eiginlegt.
Það er þessi næmleiki hinnar þolgóðu, þjónandi tryggð'
ar, sem liggur að baki árvekni þeirra kvenna, sem fóru
svo snemma á fætur, þegar er lýsti af degi, til að líta eftir
gröf Jesú. Harmleikurinn var á enda. Meistari þeirra var
sviptur lífi með hinum grimmasta hætti. Hinir sterku>
valdamennimir, virtist vera búnir að keyra í dróma og
kæfa allar vonir aðdáenda og fylgjenda Jesú. En þjón-
ustusemin, sem konumar höfðu innt af höndum fyrir
hinn heimilislausa, hún náði út yfir dauða hans. Þær hofðu
verið í hópi hinna tryggustu fylgjenda hans, og er kristh'
um heimi það að mestu hulið, hve mikið lið þær hafa
veitt honum og aðhlynning heimilislausum, eins og °r
hans sjálfs vitna að hann hafi verið jarðvistarárin hér.
Undir þessu sjónarhomi séð fáum vér betur skilið a1'
stöðu þessara góðu kvenna og tryggu, sem grétu yfir °r'
lögum hans, er starfsemi hans var stöðvuð og hann dsem '
ur með illræðismönnum, — þeirra, sem grétu undir krossj
hans og sáu hann gefa upp andann. Þær voru einnig
til