Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Page 68

Morgunn - 01.12.1948, Page 68
214 MORGUNN unni um þá, þá mun þó hitt meira í anda Krists, að vér séum með þeim í sambandi við hina lifandi uppsprettu lífsins: Guð. Það er og meira í anda hans, sem var eitt með föðurnum, að vér séum allir eitt, látnir sem lifandi, í lifandi bænasambandi við guðdóminn, sem tengir allar sálir við sig með sama kærleikans bandi. Bægjum því ekki frá oss með lokuðum og köldum huga blessunarríkum áhrifum og blessandi þjónustu horfinna ástvina vorra, er þeir eru að reka erindi Guðs oss til handa. Og biðjum fyrir þeim, sem hverfa héðan lítt viðbúnir eða elska um of það, sem tilheyrir þessari jörð einni. Þökkum heldur algóðum Guði fyrir alla þá óverðskuld- uðu kærleiksþjónustu, sem hann lætur oss í té, — svo frá himni sem á jörðu. Gef oss, ó, Guð, að eygja þína dýrð og að finna þinn frið. Amen. Victor Hugo, hafði, eins og alkunna er, hinn mesta áhuga fyrir spírd' ismanum og var sannfærður í þeim efnum. „Að svíkJa miðlafyrirbrigðin um þá athygli, sem oss ber að veita þeim, er að svíkja sannleikann sjálfan", sagði hann.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.