Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Side 72

Morgunn - 01.12.1948, Side 72
„Spíritisminn hefir gerbreytt lífi mlnu." Eftir frú E. Joyson. John, sonur minn, var mér allt, og ég hafði kostað miklu til uppeldis hans, svo að hann yrði sem bezt undir frarn- tíðina búinn. Hann var aðeins 18 ára gamall og nýkominn úr sigl' ingafræðiskólanum, þegar skipið Samtampa, sem hann var á, fórst í fárviðri með allri áhöfn 23. apríl 1937, skammt undan Porthcawl. Þetta var ægilegt áfall fyrir mig og ég varð lostin óumræðilegri sorg. Ég missti allan áhuga fyrir lífinu og ég fann ekki neitt, sem mér fannst þess virði að lifa fyrir. Við útförina fór vinkona mín að taia við mig um spírit- ismann, „það sakar ekki, þótt þú reynir þá leið“, sagði hún. Maðurinn minn réð mér frá að gefa mig að því máli. En allt um það fékk ég mér aðgang að miðilsfundi hjá herra Taylor Ineson föstudaginn 4. júlí s.l. sumar. Þetta vaT hópfundur, en ekki einkafundur, og miðlinum var áreiðan- lega ókunnugt um mína persónu með öllu. Ljósmyndin. Eftir að fundurinn hófst, kom miðillinn, hr. Inéson, til mín og sagði við mig: „Ungur piltur er að byggja sig upp við hliðina á yður. Hann heitir John, hann hefur farizt í fárviðri, ég heyri ægilegan hávaða af spreng' ingu. Hvers vegna á ég að minna yður á Sánkti Georg- (Ég kannaðist við það, því að John, drengurinn minh, fórst á Sánkti Georgs-degi.) Hann nefnir nafnið Higg^l vitið þér, hver Higgins er?“ „Nei, ég átta mig ekki á ÞV1 nafni“, svaraði ég. Miðillinn hélt áfram: „Bíðið þér við, það kemur yfir mig einhver undarleg löngun til að stjórna

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.