Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Side 76

Morgunn - 01.12.1948, Side 76
222 MORGUNN það einn daginn þegar ég var að umsegja með sjálfri mér, hvað ég ætti að gera við afmæliskökuna, sem enn var ó- hreyfð, að nágranni okkar kom inn til mín og hafði með- ferðis dagblaðið. 1 blaðinu var sagt frá því, að Sánkti Mark- úsarskólinn hafi staðið í sambandi við skipið Samtampa, og að nemendurnir þar hafi jafnan haft bréfasamband við skipstjóra og áhöfn á Samtampa. John, sonur minn, hafði aldrei sagt mér frá þessu. Ég finn Higgins og Martin. Ég lagði á mig mikla fyrir- höfn til að leita uppi þennan skóla, en heppnaðist það ekki- Ég fann Sánkti Markúsarskóla í Gorton, það var ekki sá rétti, og þar afréð ég að gefa bömunum kökuna góðu. En þegar ég sagði skólastjóranum þar sögu mína, fór hann af sjálfsdáðum og án þess ég vissi að leita skólann uppi. og hann fann hann þegar á næsta degi í Miles Platting, og sendi kökuna þangað. Skólastjórinn þar símaði til mín til að þakka mér sendinguna, og í símtalinu sagði hann m. a- við mig: „Þér kærið yður e. t. v. um að vita, að drengur- inn, sem hafði bréfasambandið við son yðar hér í skólan- um, heitir Higgins. Og svo vitið þér líklega ekki, að annar drengur, sem er frá Conwayskólanum og heitir Martin, a heima héma í nágrenninu?" Nú varð ég glaðari en nokkur orð fá lýst. Þarna kom staðfesting á þessum tveim nöfn- um, sem drengurinn minn hafði nefnt við mig í miðilssam- bandinu, en drengurinn minn hafði einnig gengið í Conway- skólann. Percy kemur í leitirnar. Nú var ég staðráðin í að gef' ast ekki upp, fyrr en ég væri búin að finna þriðja nafnið. Percy. Ég spurðist alls staðar fyrir hjá frændum og vin- um, en leit mín bar engan árangur, og ég neyddist til að gefast upp. Þá skaut þeirri hugsun dag nokkurn upp í huga mínum, að einhver ókunnur maður hefði komið og ætlað að heimsækja mig, meðan ég var í burtu frá heimili mínu. stödd í Porthcawl. Vinkona mín ein hafði komið til dyra’ og sagði hún mér, þegar ég kom heim, frá þessum gest1- Hafði hann sagt henni, að hann væri frændi eins af Pllt;'

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.