Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Side 55

Morgunn - 01.06.1950, Side 55
MORGUNN 49 mín, Subhadra Bai, andaðist í des. 1919. Þá urðu þáttaskil 5 lífi mínu. Aðskilnaðurinn varð reiðarslag fyrir mig, eins °g þeir einir geta skilið, sem reynt hafa hið sama. Ég þekkti þá naumast nafnið spíritismi, en þrá mín að fá eitt- hvað um afdrif hennar að vita var brennandi og ég reyndi fyrir mér á ýmsum, ólíkum leiðum. Þrátt fyrir óheppni og vonbrigði allsstaðar í byrjun, hélt ég áfram með rann- sóknir mínar, og smám saman fór mér að ganga betur. Síðan mér lærðist að hafa umgengni við andaheiminn hef ég átt tal við margar ójarðneskar sálir, sumar, sem ég þekkti, aðrar, sem ég þekkti ekki. Dagleg reynsla hefur styrkt sannfræing mína. Allt frá þeim degi, er ég sann- færðist um þetta samband, hef ég litið svo á, að það væri geysilega þýðingarmikið fyrir mannkynið. Margir menn eru ýmist ókunnir þessum efnum eða kæra sig ekkert Urn þau, og þó er þýðing þeira geysileg. Samt er vaxandi fjöldi farinn að þrá vitneskju um dauðann og það, sem á eftir honum fer, og sérstaklega verður þetta ljóst, þegar uienn missa ástvini sína. En þótt sorglegt sé að segja verð- Ur áhuginn oft endasleppur, þegar hann vaknar af þeim orsökum einum að menn missa ástvini sína, og aðeins fæstir hafa staðfestu í sér til þess að kafa djúpt í leyndar- ðóma hins óþekkta heims. Til þess að fá skýra hugmynd um efnið er nauðsynlegt að þekkja grundvallaratriði spíritismans. Þeim hefur oft verið slegið föstum af alþjóðaþingum um málið, sem hald- in hafa verið í Evrópu. Þar hef ég fimm sinnum verið fulltrúi Indlands. Þessi grundvallaratriði spíritismans eru ekki reist á erfðkenningum fyrri tíðar manna og ekki á fyrir fram mynduðum skoðunum neinna, heldur á athugun manna á fyrirbrigðum og staðreyndum. Grundvallaratriðin eru þessi: Trúin á 1) Guð sem upphaf alls, 2) tilveru andlíkama (eterlíkama) samstæðu hins jarðneska, 4

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.