Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Page 66

Morgunn - 01.06.1950, Page 66
60 MORGUNN En þar með er það ekki sagt, að málið sé einfalt. Það er öðru nær en að það sé einfalt. Sumar þær gátur, sem orðið hafa á vegi sálarrannsóknanna, kann ennþá enginn að ráða. Og það er viturlegt að láta okkur sífellt hafa fyrir augum óráðnu gáturnar og þær torráðnari. Það kennir okkur lítillæti og hófsemi, og að gæta allrar var- úðar. Við skulum varast að telja okkur vita of mikið, því öll eigum við efalaust eftir að sanna orð Gríms Thom- sens, er sjálfur virðist hafa séð flestum mönnum lengra inn í dularheiminn: Hérvistar drambið frá mér fer, ég finn, er kemur þar, að allir vöðum villu hér, vitrir og heimskingjar. Það er eins og Páll sagði, að nú sjáum við, svo sem í skuggsjá í óljósri mynd. En þar fyrir ber okkur eigi að síð- ur að skerpa sjónina eftir því sem unnt er. Eitt er það, sem Light hefur ávallt vakað yfir (með þeirri skammvinnu undantekningu er áður getur), en það er, að spíritisminn sé ekki gerður að trúarbrögðum. Það má hann aldrei verða, og í seinni tíð er það ýmislegt, er til þess bendir, að gegn þeirri hættu þurfum við Islend- ingar að vera vel á verði. Tilhneiging greindarlítils fólks til þess að tileinka sér hann á þann hátt, er ofur skiljan- leg. Þarna hallar því undan fæti. En stoð undir kenningu kirkjunnar getur hann verið, og það er allt annað mál. Light er gefið út af London Spiritualist Alliance (Spír- itista-bandalagi Lundúna), efalaust einhverjum hinum merkasta félagsskap spíritista sem til er. Lengst af hefir það verið vikublað, en á stríðsárunum var það gert að mánaðarriti og er svo enn. Var það mikið tjón. En þess- ari ráðstöfun olli í fyrsta lagi pappírseklan, en víst líka fjárskortur. Áskriftargjaldið er nú sem næst eitt sterlings- pund. Ritið mundi efalaust hver sá bóksali útvega, sem við England skiptir, þ. e. a. s. ef hann ræður yfir ensku fé til þess. Sn. J.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.