Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Síða 66

Morgunn - 01.06.1950, Síða 66
60 MORGUNN En þar með er það ekki sagt, að málið sé einfalt. Það er öðru nær en að það sé einfalt. Sumar þær gátur, sem orðið hafa á vegi sálarrannsóknanna, kann ennþá enginn að ráða. Og það er viturlegt að láta okkur sífellt hafa fyrir augum óráðnu gáturnar og þær torráðnari. Það kennir okkur lítillæti og hófsemi, og að gæta allrar var- úðar. Við skulum varast að telja okkur vita of mikið, því öll eigum við efalaust eftir að sanna orð Gríms Thom- sens, er sjálfur virðist hafa séð flestum mönnum lengra inn í dularheiminn: Hérvistar drambið frá mér fer, ég finn, er kemur þar, að allir vöðum villu hér, vitrir og heimskingjar. Það er eins og Páll sagði, að nú sjáum við, svo sem í skuggsjá í óljósri mynd. En þar fyrir ber okkur eigi að síð- ur að skerpa sjónina eftir því sem unnt er. Eitt er það, sem Light hefur ávallt vakað yfir (með þeirri skammvinnu undantekningu er áður getur), en það er, að spíritisminn sé ekki gerður að trúarbrögðum. Það má hann aldrei verða, og í seinni tíð er það ýmislegt, er til þess bendir, að gegn þeirri hættu þurfum við Islend- ingar að vera vel á verði. Tilhneiging greindarlítils fólks til þess að tileinka sér hann á þann hátt, er ofur skiljan- leg. Þarna hallar því undan fæti. En stoð undir kenningu kirkjunnar getur hann verið, og það er allt annað mál. Light er gefið út af London Spiritualist Alliance (Spír- itista-bandalagi Lundúna), efalaust einhverjum hinum merkasta félagsskap spíritista sem til er. Lengst af hefir það verið vikublað, en á stríðsárunum var það gert að mánaðarriti og er svo enn. Var það mikið tjón. En þess- ari ráðstöfun olli í fyrsta lagi pappírseklan, en víst líka fjárskortur. Áskriftargjaldið er nú sem næst eitt sterlings- pund. Ritið mundi efalaust hver sá bóksali útvega, sem við England skiptir, þ. e. a. s. ef hann ræður yfir ensku fé til þess. Sn. J.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.