Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Page 74

Morgunn - 01.06.1950, Page 74
68 MORGUNN brúninni, hann gerir það og fremur þann veg sjálfsmorð. Nú munu forlagatrúarmenn (deterministar) segja, að viljaákvörðun og verknaður mannsins hafi hvorttveggja verið stranglega ákveðinn fyrir fram, hann hafi ekki get- að annað en gert það, sem hann gerði. Og meira en þetta. Þeir munu ennfremur segja við oss: setjið hundrað menn samtímis á þverhnýpisbrúnina, og gerum nú ráð fyrir, að öll áhrifin, sem þeir höfðu orðið fyrir í lífinu fram til þessa dags, hefðu verið nákvæmlega hin sömu, allir mundu þeir fleygja sér fram af brúninni og steypa sér niður í hyl- dýpið, enginn þeirra gæti annað gert. Orsakakeðjan í lífi þeirra allra var hin sama, afleiðingin hlýtur því að vera ein. Þannig er (determinisminn) forlagahyggjan, ef vér heim- færum hana til mannsins. Hann er ekki annað en einn hlutinn af hinni miklu vél. Hann lýtur hinu óhagganlega lögmáli hennar. Vitanlega er efnishyggjan grundvöllur þessarar kenningar, og þess vegna hafa trúarbragðahöf- undar og fræðarar barizt gegn henni með hnúum og hnef- um og bent á það, að væri þessi kenning sönn, væri úti um allt siðgæði í heiminum. Þá stæði maðurinn ekki ábyrgur, hvorki Guði né þjóðfélaginu, fyrir athafnir sínar. Það væri ekki á hans valdi að hugsa, finna til eða breyta öðruvísi en hann gerir. Af determinismanum hafa fæðst margar kenningar, for- lagatrú, fyrirhugunartrú, predeterismi o. fl. Þessar kenn- ingar hafa lengi fundið mikinn hljómgrunn í sálum manna á Austurlöndum. Og menn hafa gert þaulhugsaðar til- raunir til að geirnegla þessar kenningar í þau trúarkerfi, sem fjötruðust eru af trúarlærdómum. Ég hefi áður minnzt á afstöðu nútímavísinda og eðlis- fræðinnar. En á fáum siðustu árunum hefur þar orðið mikil breyting á. „Óvissu-kenningin", sem kennd er við Heisenberg, gerði skyndiárás á hið notalega vígi hinna akademisku eðlisfræðinga, því að hún sýndi, að hina

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.