Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Side 84

Morgunn - 01.06.1950, Side 84
Dönsk kona svíkur miðlafyrirbrigði Allmikill þytur var gerður í dönsku blöðunum í vetur út af því, að kona nokkur, frú Rasmussen-Melloni, virtist staðin að því að svíkja miðlafyrirbrigði. Fór það að vonum, að dönsku blöðunum þætti matarbragð að þessu, svo fegin- samlega taka þau slíkum fréttum, svo áköf verða þau í sannleiksþjónustunni, ef grunur liggur á um miðlasvik. Sannleiksþjónustan virðist aftur á móti ekki eins fúslega innt af höndum, ef eitthvað markvert gerist í sálrænum efnum, eða ef einhver málsmetandi maður vill taka til máls um merkilegar rannsóknir á þessum fyrirbærum. Frú Rasmussen-Melloni á sér langan starfsferil að baki, og hún hefur gefið sig til rannsókna hjá svo merkum mönnum, sem áður fyrr hafa gengið úr skugga um miðils- hæfileika hennar, að afhjúpun danska læknisins, próf. Plum, sem nú virðist hafa komið svikunum upp, eyðileggur ekki þann árangur, sem fyrr á árum hefur fengizt af rann- sóknum á hæfileikum hennar. En aftur á móti verður ekki betur séð en að nú hafi hún verið staðin að svikum og au- virðilegum loddarabrögðum. Hvort skýringin er sú, að hún hafi að þessu sinni leikið þann leik, sem nokkurir siðferði- lega óþroskaðir miðlar hafa leikið áður, að svíkja fyrir- brigðin, þegar miðilskrafturinn var að þverra, er ekki alveg ljóst, en vera kann, að sú sé skýringin. Frú Rasmussen- Melloni hefur orðið til þess, að skrifa enn einn svartan kapítula í sögu sálrænna rannsókna. Fyrirbrigði frúarinnar, sem áður hafa verið athuguð,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.