Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 19
Skyggnilýsing, sem sannfærði mig
★
26. febrúar 1951 sat ég fund Sálarrannsóknafélags Is-
lands í samkomuhúsinu Iðnó hér í Reykjavík. Þar var
staddur miðillinn Hafsteinn Björnsson og sagði fundar-
gestum, hvað fyrir hann bæri. Var húsið fullskipað fé-
lagsfólki. M. a. beindi hann orðum sínum til mín og
sagði: „Hjá þessum manni er kona, sem ég held að sé út-
lend og nefnir nafnið Karölína“. Ég spurði, hvort hún
gæti ekki tilgreint annað nafn, og svaraði miðillinn: „Jú,
Heggera og Molde Og með henni er ungur maður, sem
nefnir sig Jóhann. í fylgd með þeim er kona. Það er mikið
bjart í kringum hana, það er sjáanlegt að langt er síðan
hún fór af jörðunni. Hún er í sterku sambandi við áður-
greindar persónur og þig. Hún segir ekki nafn sitt, en
talar um flutning af nesinu og austur í Rangárvallasýslu
fyrir 70 árum, og einnig talar hún um kirkju í sambandi
við þig“.
Kona mín var norsk og hét Karólína, Heggem var ætt-
amafn hennar og Molde var fæðingarbær hennar í Noregi.
Bjarta konan kannaðist ég við að væri móðir mín og Jó~
hann sonur minn.
8. eða 9. apríl sama vetur var ég á miðilsfundi hjá Haf-
steini á vegum Sálarrannsóknafélags Islands að Sólvalla-
götu 3. Kom þar aftur fram hin áðurgreinda, bjarta vera,
og sagði hún nú ákveðið, að flutningurinn af nesinu ausc-
ur hefði farið fram fyrir 75 árum.
Fyrsta ferSasaga mín: Foreldrar mínir, Guðlaug Guð-
mundsdóttir og Einar Ingimundarson, flytja vorið 1875
búferlum austan af Eyrarbakka og suður í Leiru í Rosm-
hvalneshreppi hinum forna. Þau fóru blásnauð með 3