Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Page 26

Morgunn - 01.12.1957, Page 26
112 MORGUNN athugun á miklu efni,. fékk Allan Kardec það kenninga- kerfi, sem síðan kom fyrir sjónir almennings í bókinni Bók andanna, sem kom út 18. apríl 1857 og vakti þegar mikla athygli. Meðan hann vann að Bók andanna taldi hann sig þrá- sinnis fá sannanir þess, að frá andaheiminum væri yfir þessu verki vakað. Hann segir t. d. frá því, að á miðils- fundi hafi ósýnileg vera sagt við sig: ég er ekki ánægður með það, sem þú skrifaðir í gær. Við hvað áttu? spurði Allan Kardec og ósýnilega aflið svaraði: „Lestu frá 3. til 20. línu og þá muntu reka þig á alvarlega skekkju". Um kveldið, er hann kom heim, las hann þessar línur vand- lega og rak sig þá á alvarlega skekkju, sem honum hafði .áður sézt yfir. Þær glæsilegu viðtökur, sem bókin fékk, urðu til þess, að nú tók hann að hugsa um að koma út tímariti um þessi mál. Hann fór eftir uppörvun frá andaheiminum og hóf útgáfuna. Fyrsta heftið kom út á nýársdag 1858. „Ég hafði ekki spurt nokkurn mann ráða — segir hann sjálf- ur — ég hafði ekki einn einasta áskrifanda, ég fékk enga peningahjálp, en ég hefi aldrei haft ástæðu til að sjá eftir þessu. Móttökurnar, sem tímaritið fékk, fóru langt fram úr öllum vonum“. Hvort tveggja hjálpaðist að: brennandi áhugi Allan Kardecs fyrir málefninu og frábær reglusemi og fyrirhyggja í fjármálum. Eitt hið hugþekkasta við það útbreiðslustarf, sem Allan Kardec rak upp frá þessu til æviloka, var það, hve laus hann — hinn mikli áhugamaður — var við það að troða iskoðunum sínum og sannfæringu með offorsi upp á aðra. Og hann lagði að skoðanabræðrum sínum, að forðast slíkt. Samt varð hann einn allra áhrifamesti boðberi spíritism- ans meðal rómversk-kaþólskra manna, og raunar sá lang- áhrifamesti fram á þennan dag. í tímariti sínu sagði hann m. a. þetta: „Spíritisminn snýr sér til þeirra, sem ekki eiga neina trú, eða eru fullir efasemda, ekki til manna, sem eiga trú, er nægir þeim. Hann biður engan um að

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.