Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Qupperneq 28

Morgunn - 01.12.1957, Qupperneq 28
114 MORGUNN var uppi Camile Bredif, mikilhæfur miðill fyrir líkamleg fyrirbæri en hann komst ekkert áfram í Frakklandi fyrir stefnu Allan Kardecs og varð að fara til Rússlands til að fá rétta meðferð og viðurkenningu á hæfileikum sín- um. Og svo einstrengingslegur var A. K., að eftir að mesti miðill þeirra tíma, og líklega mesti miðill síðari alda, D. D. Home, tjáði sig opinberlega andvígan endurholdgunar- kenningunni, virti hann ekki viðlits lengur þann merki- lega og ágæta mann. Allan Kardec var allt um að gera, að mynda og móta spíritíska trúarheimspeki og lífsskoðun. Þetta lá honum í svo miklu rúmi, að hann gleymdi sjálfur kröfunum um skilyrðislausa sannleiksleit og umburðarlyndi í þeirra garð, sem gátu ekki orðið honum samferða um að trúa á endurholdgun. Menn geta orðið „rétttrúaðir" og „dogma- tískir“ á fleiri sviðum en í hinni kirkjulegu guðfræði. Allan Kardec var afsláttarlaus og drengilegur boðberi þess sannleika, sem hann taldi sig hafa fundið, og hann var einlægur í baráttuviljanum. Sama árið og Bók miðl- anna kom út, gerðist furðulegur atburður: Bóksali nokkur í Barcelóna á Spáni, sem var skoðana- bróðir Allan Kardecs, bað hann að senda sér ákveðna tölu af bókum um spíritisma. Um það bil 300 bækur fóru í póst- inn til hans. Þegar bækurnar komu til Barcelóna, kröfðust tollverðir að tollur yrði greiddur af bókunum. Tollurinn var að sjálfsögðu greiddur, en samt var bóksalanum neit- að um bækurnar, af þeirri ástæðu, að biskupinn í Barce- lóna segði, að bækurnar væru hættulegar hinni kaþólsku trú. Trúvillingadómstóllinn lét nú gera bækurnar upptæk- ar. Þá krafðist Allan Kardec þess, að fá bækurnar sendar sér aftur, til Frakklands. Þeirri kröfu var neitað með til- vísun þess, að bækurnar væru einnig hættulegar kaþólskri trú í öðrum löndum. Ríkissjóðurinn spánski hélt tollinum, neitaði að endurgreiða hann. Verndarandi Allan Kardecs ráðlagði honum að hafast ekki frekar að, láta málið ganga sinn gang, því að það myndi opna augu margra fyrir þessu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.