Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Side 31

Morgunn - 01.12.1957, Side 31
Ég heyrði og sá ★ Laugardaginn 29. okt. 1954 var ég stödd í Reykjavík og sat í herbergi mínu að Hringbraut 96. 1 næsta herbergi við mig var útvarpstæki og heyrði ég í því, sem sæti ég íast við það. Mér fannst ég heldur kjósa að vera ein, því að ég var að hlusta á minningarathöfn um Einar Jónsson myndhöggvara. Ég hafði þekkt hann svolítið og taldi það mikla hamingja að hafa notið þess. Hann var alúðlegur og ljúfur í tali, göfugur og yndislegur sem maður. Verk hans þóttu mér yfirnáttúrlega dýrleg, þau sem ég skildi. Ég hlustaði þarna á athöfnina, sem útvarpað var frá dómkirkjunni. Núverandi biskup talaði vel, að mér fannst, var ekki að þylja væmið hrós, en af skilningi, viturleika og hrifningu útlistaði hann líf og verk listamannsins mikla. Söngurinn brást vonum mínum, hann hreif mig ekki, en þegar farið var að syngja Ó, Guð vors lands, vissi ég ekki lengur, hvar ég var eða hverjir voru að syngja. Fyrst þótti mér bera mest á einni kvenmannsrödd. Hún hóf sig upp úr öðrum röddum, klukkuskær og fögur, en svo breytt- ist söngurinn, varð undraþíður og fagur. Þá sá ég söng- flokk í einkennilegu, mjög fögru umhverfi, sem ég get varla lýst, en sé enn fyrir mér í huganum. Söngflokkur- inn stóð í skeifulagaðri, stórri laut, ekki ólíkri Ásbyrgi, umkringdri mannhæðarháu stuðlabergi, og sló allavega litum á það. Karlmenn stóðu sér og konur sér, með svo- litlu millibili, eins og lægi mjó braut á milli. Konurnar voru í hvítum, síðum kyrtlum, sveipaðar hárauðri slæðu niður að mitti. Karlmennirnir voru í svörtum hempum

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.