Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Side 41

Morgunn - 01.12.1957, Side 41
MORGUNN 127 og sem brynnu eilíf ljós yfir minningonum. Sennilega liggja oft listhneigð, kærleiks- og trúarlíf á sama plani í mannssálunni. Það er víst, að af einni rót var kærleikslíf Ólafar og trúarlíf, eins og það birtist í ljóðagerð hennar. Það er ljóst, svo að ekki þarf að efa, af þessu litla ljóði hennar um Krist, en Krist dáði hún mikið og tignaði: Ég gat aldrei, meistari, gefið þér neitt, því gjöf frá þér allt saman var. En unnað ég gat og ég unni svo heitt, að andi þinn bjó um sig þar. Og því get ég eygt þau hin eilífu ljós og ilminn frá vorinu finn. Og nú sé ég opna þá rauðustu rós, sem roðnar við kærleika þinn. Hún var gersamlega þrotin að kröptum, er hún andað- ist. En því nær blind augu hennar leiftruðu, er ég sat hjá henni daginn áður en hún andaðist, og hún talaði um dag- inn, morguninn, sem nú væri framundan. Allt hið verðmætasta í henni, og það var mikið og margt, vermdist af sól eilífðarvissunnar. Þess vegna tók hún heils- hugar undir með enska sjáandanum, sem sagði: „ég lofa Guð daglega fyrir spíritismann“. Jón AuSuns. L

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.