Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Page 42

Morgunn - 01.12.1957, Page 42
Stúlkan var látin ★ Vilhjálmur Jónsson fyrrv. bæjarpóstur á Isafirði er einn þeirra mörgu, sem séð hefir svipi og ýmisilegt ókenni- legt. Sýnir Vilhjálms byrjuðu, er hann var bam að aldri. Kvað talsvert að þeim fram yfir þrítugsaldur. Eftir það dró smám saman úr þeim. Vilhjálmur hefir þó séð nokkrar sýnir allt fram á seinustu ár. Hann er nú 68 ára gamall. Fyrstu sýnina, er Vilhjálmur man eftir, bar fyrir hann, er hann var um það bil sjö ára gamall. Hann var þá með foreldrum sínum að Hrafnsfjarðareyri í Jökulfjörðum, þar sem Halla bjó, er þau Eyvindur kynntust og hann er sagður grafinn. Voru foreldrar Vilhjálms þar í búi ásamt Jakobi Hagalínssyni, er síðar bjó að Kollsá í Grunnavíkur- hreppi. Á vinnuhjúaskildaga (14. maí) þetta vor fluttist frá Hrafnsfjarðareyri að Faxastöðum í Grunnavík stúlka, er Guðfinna hét, til prestsekkjunnar Vigdísar Einarsdóttur, sem ekkja var eftir séra Pétur A. Maack, er drukknaði í ísafjarðardjúpi 1892. Guðfinna hafði verið á Hrafnsfjarð- areyri all-lengi og verið Vilhjálmi mjög góð, svo að hann festi ást á henni. Eina nótt um sumarið, í júlímánuði, vaknaði Vilhjálm- ur og leit eins og ósjálfrátt yfir í rúm það í baðstofunni, sem Guðfinna hafði sofið í. Sá hann þá einhverja veru standa við rúmið. Vilhjálmi þótti þetta kynlegt og hélt áfram að horfa á veruna. Smáskýrðist hún, unz Vilhjálm- ur þekkti að þetta var Guðfinna. Vildi hann þá þegar fara íram úr rúminu, til Guðfinnu, en Debóra móðir hans var vakandi og bannaði honum það. Kvað hún þetta vera vit- leysu eina eða missýning hjá stráknum. Vilhjálmur tók þá

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.