Morgunn - 01.12.1957, Síða 61
Johan August Strindberg,
★
(1849—1912), er einn af frægustu rithöfundum
og skáldum Svia að fornu og nýju. Einkum sem
leikritahöfundur náði hann heimsfrægð, sem sizt
hefir minnkað á seinni árum. Til hans er tiðum
vitnað, þegar á það er bent, hve óljós séu mörkin
milli snilligáfunnar og geðveiki. En geðveikur var
Strindberg mörg síðari ár ævi sinnar. Alkunna
er einnig, að sálrænna skynjana verður oft vart
hjá geðveikum mönnum. Augljós dæmi þess eru
þessar tvær frásagnir í endurminninguin konu
lians, Fridu Strindberg, en hún segir frá á þessa
leið:
„Ég hefi nú verið gift Aug. Strindberg í sex mánuði ...
Fyrir um það bil einni viku fór ég út að ganga mér til
hressingar síðdegis og kom aftur heim hálfri stundu síð-
ar, án þess nokkuð sérstakt hefði gerzt. Strindberg var í
myrku skapi. Eftir máltíðina spurði hann mig grunsam-
lega rannsakandi: „Þú hefir hitt S . .. ?“ Og fullyrðingin
bjó í spurningunni.
„Ég, — nei“.
„Víst hittir þú hann kl. 4 við hornið á Karlsgötu".
„Kl. 4 var ég stödd á horninu á Karlsgötu, en ég hitti
þar engan. Nei“.
„Varstu þá ekki með græna sjalið þitt, og setti S ...
það ekki í samband við vissa endurminningu?“ — Strind-
berg hafði aldrei séð mig með þett sjal.
„Jú, ég var með þetta sjal, en ég hitti ekki S ...“
„Hvers vegna lýgur þú?“
„En ég segi þér satt, ég hitti engan“.
Og nú í dag, þegar ég er vitanlega ekki lengur að hugsa