Fréttablaðið - 05.02.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 05.02.2011, Síða 12
12 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Alþingi gerir nú þriðju atrennu að því að ljúka Icesave. Umræðan snýst þó ekki eins og áður um það hvort ríkisstjórnin hefur meirihluta í eigin röðum. Pólit- ísku tíðindin eru þau að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur í stjórnarand- stöðu tekið að sér að hafa forystu um að ljúka málinu með nýjum samningi. Ríkisstjórnin hefur setið með þetta mál óleyst í fanginu í tvö ár. Hún hefur tvívegis gert samninga við Breta og Hollendinga sem bæði stjórnarandstaðan og hluti af henn- ar eigin þingliði gerðu hana aft- urreka með. Aðkoma alvöru við- mælenda var forsenda við- semjendanna fyrir þriðju til- rauninni. Sjálf- stæðisflokkur- inn ákvað að axla þá ábyrgð og teflir nú fram betri samningi með því pólit- íska afli sem þarf til að koma málinu frá. Ráð- herrarnir eru orðnir að eins konar fylgifiskum Sjálfstæðisflokksins í málsmeðferðinni. Sú staðreynd að ríkisstjórnin hefur ekki ráðið við þetta mál er eitt gleggsta dæmið um þá mál- efnakreppu sem tafið hefur endur- reisnina. Forystu sjálfstæðismanna hefur tekist að hagnýta sér þessa veiku stöðu ríkisstjórnarinnar til þess að gera flokk þeirra að því afli sem þurfti til að tryggja far- sælar málalyktir í einu allra snún- asta milliríkjamáli sem þjóðin hefur glímt við. Það var auðvelt að falla á því prófi. Hitt kallaði á nokkra lagni og svolítið áræði að standast það. Í því ljósi sýna lyktir málsins nýja stöðu á taflborði stjórnmálanna þar sem Sjálfstæðisflokknum hefur tek- ist að breikka sókn sína og styrkja sig málefnalega. Forysta Sjálfstæðisflokksins Fyrir liggur að áhrifarík öfl innan flokksins eru andvíg hvers kyns samn-ingum. Önnur spurning er því hvaða áhrif þessi afstaða muni hafa á stöðu forystunnar á meðal flokksmanna. Tvenns konar rök eru helst færð fram gegn samningum: Önnur eru þau að lagaskylda til samninga sé ekki fyrir hendi. Hin eru að óverjandi sé að skattborgararnir ábyrgist skaðaverk óreiðumanna sem í tilviki Icesave eru helstu eigendur, bankaráð og bankastjórn gamla Landsbankans. Varðandi fyrra atriðið er það að segja að þáverandi formað- ur bankastjórnar Seðlabankans og fjármálaráðherra féllust á það í samningum við AGS í nóvem- ber 2008 að finna pólitíska lausn. Um síðara atriðið er það að segja að skattborgararnir voru gerð- ir ábyrgir fyrir öllum innlendum innistæðuskuldbindingum þeirra meintu óreiðumanna sem stóðu að gamla Landsbankanum. Að auki hafa skattborgararnir lagt bankan- um til marga tugi milljarða króna í nýju hlutafé til að geta staðið undir hluta af öðrum innlendum skuld- bindingum þeirra. Að þessu virtu verður ekki séð að mótrökin veiki þá efnislegu nið- urstöðu málsins sem forysta Sjálf- stæðisflokksins hefur ákveðið að tryggja í þágu þjóðarinnar eftir að hafa gert ríkisstjórnina afturreka í tvígang. Málefnalega sýnist for- ysta Sjálfstæðisflokksins þannig standa vel að vígi. Erfiðara er að sjá fyrir hvort þessi innanflokksátök verði for- ystunni fjötur um fót. Hitt er ljóst að hinn ungi formaður flokksins hefur með framgöngu sinni í þessu máli sýnt að hann lítur ekki á sig sem fundarstjóra heldur leiðtoga. Hvernig sem allt fer er hann því sterkari stjórnmálamaður eftir þessa ákvörðun en fyrir. Það eru önnur helstu tíðindi þessara mála- loka. Leiðtogi en ekki fundarstjóri Árið 1973 stóð svipað á og nú. Fyrir landinu fór vinstristjórn sem var í upplausn og réði ekki við helstu mál. Átök stóðu sem hæst við Breta vegna landhelgisútfærsl- unnar. Þeir voru mestir Íslending- ar sem harðast töluðu gegn sam- vinnu og samningum við aðrar þjóðir. Í því eldfima andrúmslofti freistaði Ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra þess að ná samning- um við Breta eins og Ólafur Thors rúmum áratug áður. Hann hafði þó ekki meirihluta í eigin þingliði. Ýmsir sjálfstæðismenn töldu að rétt væri að spila á strengi þjóðerniskenndarinnar og láta kné fylgja kviði. Forysta þeirra ákvað hins vegar í ljósi áratuga hlutverks flokksins í utanríkis- málum að styðja samninginn. Þetta rak ríkisstjórnarflokkana saman í atkvæðagreiðslunni. Eigi að síður varð þetta upphafið að endalokum stjórnarsamstarfsins nokkrum mánuðum síðar. Fimm þingmenn Sjálfstæðis- flokksins greiddu atkvæði á móti. Enginn þeirra óx af því. Með þessu styrkti Sjálfstæðisflokkur- inn hins vegar málefnalega stöðu sína á taflborði stjórnmálanna. Rangt stöðumat í samningum getur verið afdrifaríkt. Sú varð raunin í árangurslausum við- ræðum við Bandaríkin í byrjun þessarar aldar um breytta stöðu varnarliðsins. Það er víti til varn- aðar. Þessi sögulegu fordæmi ættu fremur en hitt að styrkja forystu Sjálfstæðisflokksins í þeirri leið- sögn út úr Icesave-vandanum sem hún er nú að veita. Söguleg fordæmi ÞORSTEINN PÁLSSON Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, fararstjóri Bændaferða, verður á skrifstofu Bændaferða mánudaginn 7. febrúar til föstudagsins 11. febrúar frá kl. 10:00 - 16:00. Það er því alveg upplagt að kíkja í Síðumúlann í kaffi, hitta Hófý og fá upplýsingar um ferðirnar. Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hófý, fararstjóri Bændaferða verður á skrifstofunni 7. - 11. febrúar Bændaferðir • Síðumúla 2 E nn er ekki ljóst hvernig brugðist verður við niðurstöðu Hæstaréttar um ógildingu kosninganna til stjórnlaga- þings. Verður haldið stjórnlagaþing eða verður skipuð stjórnlaganefnd eða hvorugt? Tvær leiðir hafa einkum verið nefndar ef frá er talin leið Sjálfstæðismanna, að svæfa stjórnarskrármálið í þinginu einu sinni enn. Sú fyrri er að Alþingi kjósi þá sem kjörnir voru í kosningunni í nóvember í stjórn- laganefnd. Kosturinn við þessa leið er að með því móti sitja í nefndinni þeir sömu og kjörnir voru af þjóðinni til setu á stjórn- lagaþingi. Ógilding Hæstaréttar hefði þá ekki áhrif á hvaða ein- staklingar hafa með höndum það verkefni að semja ný drög að stjórnarskrá. Gallinn við þessa leið er að umboð slíkrar stjórnlaganefndar yrði líklega veikara en stjórnlagaþings. Síðari leiðin er að ganga til kosninga að nýju annað hvort með sama frambjóðendahópi eða með því að auglýsa eftir framboðum að nýju. Kosturinn við þessa leið er að hugmyndin um stjórnlaga- þing sem kosið er með beinni kosningu heldur velli. Gallinn er hins vegar sá að hvort heldur sem frambjóðendahópurinn verð- ur óbreyttur eða nýr þá mun bæði fyrri kosningin og ógildingin hafa áhrif á það hverjir bjóða sig fram og hvernig kjósendur verja atkvæði sínu. Þannig er ljóst að ógilding Hæstaréttar hefur veikt framkvæmd hugmyndarinnar um að drög að nýrri stjórnarskrá séu unnin af hópi fólks sem kosinn er í beinni kosningu óháð stjórnmálaflokk- um. Hvers vegna er ógildingu Hæstaréttar hér kennt um en ekki klúðri yfirvalda sem leiddu til hennar? Það er vegna þess að ógildingin byggir á því að ágallar hafi verið á framkvæmd kosn- ingarinnar. Ekkert bendir þó til að þeir ágallar hafi haft áhrif á niðurstöðu hennar sem er það sem skiptir höfuðmáli. Þrír ágallar kosningarinnar hafa einkum verið til umræðu. Strikamerkingar kjörseðla eiga að hafa gert að verkum að hægt hafi verið að rekja atkvæði til einstaklinga vegna þess að „alkunna“ sé að það tíðkist að kjósendur séu skrifaðir niður í kjördeildum í þeirri röð sem þeir mæta. Ekkert dæmi er þó tiltekið um að svo hafi verið, auk þess sem þeir sem sitja í kjördeild eiga ekki nokk- urn kost á að fylgja eftir atkvæðum kjördeildar inn í talningu. Kosningarnar eru ekki taldar leynilegar vegna þess að kosið var í básum en ekki í klefum. Ljóst er þó að ekki hefði aðeins þurft arn- arsjón til að greina tölur á kjörseðli annars kjósanda heldur einnig stálminni til þess að tölurnar hefðu merkingu fyrir viðkomandi. Fulltrúar frambjóðenda áttu þess ekki kost að vera viðstaddir talningu. Þarna hefði endurtalning getað tekið af allan vafa. Hvort sem niðurstaða Hæstaréttar er sett í víðara samhengi baráttunnar um skiptingu eigna og valda í íslensku samfélagi eða aðeins horft á gjörninginn sem einstakan atburð, þá er ljóst að afar einbeittan vilja dómara þurfti til að komast að þeirri niðurstöðu að ógilda lýðræðislega kosningu til stjórnlagaþings á grundvelli þeirra gagna sem fyrir lágu. Hvað gerist næst í stjórnlagaþingsmálum? Ógöngur SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.