Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 28

Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 28
28 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR ekki missa af flessu!! Bak vi› Holtagar›a!! a›eins í dag, laugardag frá kl. 11 - 17 Sími 588 8477 • betrabak.is 30-70% afsláttur Sí›asti d gurinn Lagerútsala! Bak vi› Holtagar›a!! Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætis- ráðherra síðan 1. febrúar 2009. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra síðan 1. febrúar 2009 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 1. febrúar 2009 - 10. maí 2009. Gylfi Magnús- son efnahags- og viðskiptaráðherra 1. febrúar 2009 - 2. september 2010. Ástar R. Jóhannes- dóttir félagsmálaráð- herra 1.febrúar 2009 - 10. maí 2009. Álfheiður Inga- dóttir heilbrigðisráð- herra frá 1. október 2009 - 2. september 2010. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra síðan 10. maí 2009. Svandís Svavars- dóttir umhverfisráð- herra síðan 10. maí 2009. Guðbartur Hann- esson ráðherra velferðarmála síðan 2. september 2010. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra síðan 10. maí 2009. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra 1. febrúar 2009 - 2. september 2010. Kristján Möller samgönguráðherra 1. febrúar 2009 - 2. september 2010. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra 10. maí 2009 - 2. september, efnahags- og viðskiptaráðherra síðan 2. september 2010. Össur Skarphéð- insson utanríkisráð- herra síðan 1. febrúar 2009 og iðnaðarráð- herra 1. febrúar 2009 - 10. maí 2009. Katrín Jakobs- dóttir mennta- og menningarmálaráð- herra síðan 1. febrúar 2009. Ögmundur Jónas- son heilbrigðisráð- herra 1. febrúar 2009 - 1. október 2009 og innanríkisráðherra síðan 2. september 2010. Kolbrún Halldórs- dóttir umhverfisráð- herra 1. febrúar 2009 - 10. maí 2009. Fylgi stjórnarflokkanna og stuðningur við stjórnina 22. janúar 2009 - 19. janúar 2011 ■ SKOÐANAKANNANIR FRÉTTABLAÐSINS 22.1 27.2 11.3 25.3 7.4 14.4 22.4 25.4 28.7 15.10 7.1 18.3 23.9 19.1 2009 2010 2011 Kosningar 60 50 40 30 20 10 % Fylgi við ríkisstjórnina Stjórnarskipti urðu 1. febrúar 2009 Samfylking Vinstri græn ■ RÁÐHERRARNIR Sextán alþingismenn hafa gegnt ráðherraembætti í ríkisstjórninni helst mátti halda að hann sjálfur bæri ábyrgð á þeim óskapnaði sem reikningarnir reyndust þegar allt kom til alls. Í júní 2009 var „samkomulag um Icesave-skuldbindingarnar í höfn“ samkvæmt frétt úr ráðuneytinu og í desember sama ár var, samkvæmt sömu fréttaveitu, „Icesave-málið leitt til lykta“. Raunin varð önnur. Fyrst sagði forsetinn nei og svo þjóðin og málið er enn til umfjöll- unar á vettvangi Alþingis með, að því er virðist, meiri raunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en stjórnar- flokkana. Þung byrði Líkt og Icesave hefur stjórnlaga- þingsmálið fært okkur heim sann- inn um að þótt þingmeirihluti sé fyrir máli er ekki þar með sagt að það komist á legg. Þótt ráðherrar í ríkisstjórninni segist ekki bera ábyrgð á því klúðri sem varð þegar Hæstiréttur ógilti kosninguna til stjórnlagaþings og þurfi því hvorki að segja af sér né biðjast afsökunar er þetta engu að síður mál stjórnarinnar. Frá fyrsta degi hefur stjórnlaga- þing verið á dagskrá, eins og reynd- ar Framsóknarflokkurinn krafð- ist þegar hann bauðst til að verja 90 daga minnihlutastjórnina falli. Ríkis stjórn Jóhönnu mun þurfa að bera þann þunga kross sem ógild- ingin var. Hins vegar kann sá burð- ur að verða léttari ef framhald máls- ins lukkast bærilega fyrir stjórnina, stjórnlagaþing verður haldið og til- lögur þess um breytingar á stjórn- arskránni verða í anda þess sem Jóhanna getur hugsað sér. Sjaldgæft afbrigði Margt er óvenjulegt við ríkisstjórn- ina sem nú starfar í samanburði við það sem Íslendingar hafa mátt venj- ast allra síðustu áratugi. Ber þar hæst hina innbyggðu stjórnarand- stöðu stjórnarinnar, sem er sjald- gæft ríkisstjórnarafbrigði. Stjórnarandstaða VG hefur birst skýrt og algjörlega ódulin í þremur málum. Fyrst þegar fimm þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn til- lögunni um að Ísland sækti um aðild að ESB. Sú atkvæðaráðstöfun kom nokkuð á óvart þrátt fyrir að almenn andstaða í flokknum við aðild væri kunn. Í stjórnarsáttmálanum segir að flokkarnir virði ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild. Áður segir hins vegar að tillaga um aðild- arumsókn verði lögð fyrir þingið og að stuðningur stjórnvalda við samn- ing verði háður ýmsum fyrirvörum. Höfundar stjórnarsáttmálans reikn- uðu sem sagt með samþykki tillög- unnar og að viðræðum lyki með samningi. Þeir bjuggust hins vegar ekki við að þurfa að stóla á atkvæði þingmanna utan stjórnarflokkanna til að fá hana samþykkta. Ögmundur út Næst birtist stjórnarandstaða VG almenningi þegar Ögmundur Jónas- son hætti í ríkisstjórninni (var rek- inn að eigin sögn) haustið 2009 vegna Icesave. Hann taldi málið ómögulegt og greiddi atkvæði á móti. Það gerði líka Lilja Móses- dóttir. Dramatískasta uppákoman af þessu tagi var svo hjáseta Lilju, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar við afgreiðslu fjárlaga- frumvarpsins í síðastliðnum desem- ber. Hún olli gríðarlegri óánægju í forystu VG sem og innan Samfylk- ingarinnar. Skeytin gengu á milli og blásið var til neyðarfunda. Formleg sátt hefur ekki tekist en menn reynt að gleyma eða alla vega hugsa um eitthvað annað. Og það er svo sem um nóg að hugsa. Lætin vegna Magma Í ofangreindum málum hefur ágrein- ingurinn verið bundinn við VG. En stjórnarflokkana greinir líka á um sum mál. Þar fer mest fyrir Magma- málinu og eins og á við um svo margt annað er það ekki úr sögunni. Þegar spurðist að kanadísk- ur maður hefði eignast HS Orku í gegnum sænskt skúffufélag ætl- aði allt um koll að keyra í VG. Þing- flokksformaðurinn Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sagði að ríkisstjórn- in skyldi vinda ofan af viðskiptun- um eða hafa verra af. Stuðningur hennar við stjórnina væri í húfi. Og hún var ekki ein um þetta, Þur- íður Backman tók til dæmis í sama streng. Ríkisstjórnin brást við með því að skipa nefnd, svo aðra og gott ef ekki þá þriðju. Og þótt stjórnar- foringjarnir hafi um daginn sung- ið með Björk og hinum sem krefjast þjóðnýtingar á HS Orku er málið nú þannig statt að reyna á eins og tvennt eða þrennt áður en til eign- arnáms kann að koma. Veikur grunnur ESB-málið, sem er Samfylkingunni mikið hjartans mál, er ein erfiðasta glíman sem íslensk stjórnmál hafa tekið í langan tíma. Hún hófst fyrir alvöru sumarið 2009 þegar aðildar- umsóknin var samþykkt og stendur næstu tvö ár að minnsta kosti. Naumur meirihluti var fyrir málinu í þinginu og fimm stjórnarþingmenn voru á móti. Einn þeirra, Ásmund- ur Einar, er formaður Nei-hreyfing- arinnar. Sá ráðherra sem fer með viðkvæmustu samningsefnin; sjáv- arútvegs- og landbúnaðarmál, Jón Bjarnason, er eindreginn andstæð- ingur aðildar. Öflug hagsmunasamtök, svo sem LÍÚ og Bændasamtökin, leggjast gegn aðild. Fólk beggja vegna víg- línunnar er fyrir löngu komið ofan í skotgrafirnar og mundar þar penna sína. Líklega hefur engin ríkisstjórn þjóðar í aðildarviðræðum við ESB mætt til þeirra á jafn veikum grunni og sú íslenska. En Össur Skarphéð- insson lætur ekki deigan síga og spyr að leikslokum. Góð þróun efnahagsmála Það má ekki vera bara leiðinlegur í afmælum. Og engin ástæða til þegar farið er yfir ástand og árang- ur á tveggja ára forsætisráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Mikilvægustu mál hverrar þjóð- ar eru efnahags- og ríkisfjármál. Á þeim grundvallast flest annað. Verðbólga og vextir eru nú á góðu róli, gengið hefur styrkst, viðskiptin við útlönd eru í góðum plús og halli ríkissjóðs fer minnkandi. Á tímum gríðarlegs samdráttar í ríkistekjum hefur stjórnin einsett sér að standa vörð um velferðarkerfið. Staðan mætti vissulega vera miklu betri en hún gæti hæglega verið miklu verri. Það er jú úr miklu minna að spila en áður. Góðu hljóðu málin Stjórnmál eru ekki bara stóru málin sem komast á forsíðurnar. Þau snú- ast líka um málaflokka sem ekki er talað um með upphrópunum í þing- inu eða þykja þess verðir að mál- svörum andstæðra sjónarmiða sé att saman í Kastljósinu. Í samstarfsyfirlýsingu Samfylk- ingarinnar og VG eru mörg mál af því taginu. Til dæmis á að endur- móta námskrá fyrir öll skólastig, meðal annars með það að markmiði að efla skapandi og gagnrýna hugs- un og efla lýðræðisvitund. Það á að móta menningarstefnu til framtíð- ar. Það á að móta sóknaráætlun til eflingar atvinnulífi og lífsgæðum til framtíðar. Ráðast á í markaðssókn erlendis á sviði lista, menningar, hönnunar og hugvitsgreina. Leggja áherslu á endurvinnslu og endurnýt- ingu. Kortleggja og auka menntun og fræðslu í sjávarútvegi. Það á að styrkja stöðu náttúruverndar innan stjórnarráðsins. Það á að tryggja vernd líffræðilegrar fjölbreytni vistkerfa. Það á að tryggja að erfða- breytt matvæli séu merkt. Það á að móta heildstæða orkustefnu sem miði að því að endurnýjanlegir orku- gjafar leysi innflutta orku af hólmi. Það á að gera áætlun um orkusparn- að. Svona svo eitthvað sé nefnt. Það á líka að útrýma kynbundn- um launamun og kynbundnu ofbeldi. Þessi mál eru mislangt á veg komin. Vinalaus Ríkisstjórnir Jóhönnu Sigurðardótt- ur hafa starfað við erfiðustu aðstæð- ur sem ríkt hafa í landinu í áratugi. Allt þjóðlífið hefur borið þess merki. Þess vegna hefur margt verið öðru- vísi en venjulega. Ríkisstjórnin á sér til dæmis fáa ef nokkra vini. Atvinnurekendur og launþegahreyf- ingarnar eru utanveltu. Þessi batterí sem svo lengi gátu beðið um tiltekn- ar aðgerðir án þess að þurfa að berja í borð. Hvorugur aðilinn gengur nú óboðinn inn í Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu. Skorið hefur verið á beinu síma- línurnar til leiðtoga annarra ríkja. Ríkisstjórnin getur ekki reitt sig á greiða í útlöndum. Það sem skrifað er um ríkisstjórn- ina í blöð eða á bloggi er fæst henni í vil. Þeir sem hringja í útvarpið lýsa flestir frati á ráðherrana og stjórn- málamennina almennt. En þátttaka í pólitík er val og Jóhanna og þau hin eru þarna af fúsum og frjálsum vilja. Og eins og strákarnir okkar eru þau að reyna að gera sitt besta. Öðru verður ekki trúað. FRAMHALD AF SÍÐU 26

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.