Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 79

Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 79
LAUGARDAGUR 5. febrúar 2011 Spænski leikarinn Javier Bardem hefur átt í viðræðum um að leika vonda karlinn í næstu James Bond mynd. Bardem hitti leikstjór- ann Sam Mend- es á dögunum og heillaðist af hlutverkinu. „Ég er mikill aðdáandi James Bond mynd- anna,“ sagði hinn 41 árs gamli Bardem. „Þegar ég var lít- ill horfði ég á Sean Connery leika James Bond. Hver hefði trúað því að ég yrði í einni slíkri mynd?“ 23. Bond-myndin er væntanleg í bíó 9. nóvember á næsta ári. Þar verður Daniel Craig á sínum stað í hlut- verki 007. Hefur áhuga á illmenninu JAVIER BARDEM Leikstjórinn James Cameron var langlaunahæstur í Hollywood á síðasta ári með tæpa þrjátíu millj- arða króna í tekjur. Ástæðan er fyrst og fremst gríðarlegar vin- sældir ævintýramyndarinnar Avatar sem hann leikstýrði og framleiddi. Í öðru sæti á listan- um varð leikarinn Johnny Depp með tæplega tólf millj- arða tekjur. Leik- stjórinn og fram- leiðandinn Steven Spielberg lenti í þriðja sæti og leik- stjórinn Christ- opher Nolan, sem s íð - ast sendi frá sér spennumyndina Inception, í því fjórða. Leikarinn Leonardo DiCaprio vermdi síðan fimmta sætið. Efsta konan á listanum er Kristen Stewart úr Twilight-mynd- unum í þrettánda sætinu með um 3,3 milljarða króna. Kollegi hennar úr Twilight, Robert Pattinson, var með 3,2 milljarða í fjórtánda sætinu. Hinn átján ára Taylor Lautner úr Twilight slær bæði Stewart og Pattin- son við því hann þén- aði tæpa fjóra milljarða á síðasta ári og endaði í níunda sætinu. James Cameron launahæstur JAMES CAMERON Framleiðandi og leikstjóri Avatar var launahæstur í Holly- wood í fyrra. Fjórir Skagamenn spila uppáhaldslög sín með Jimi Hendrix á tónleikum á Sódómu næsta fimmtu- dagskvöld. Þetta eru fyrstu stóru tónleikar drengjanna. Hljómsveitin The Jimi Hendrix Project spilar á Sódómu Reykja- vík 10. febrúar. Sveitin er skip- uð fjórum strákum á þrítugsaldri frá Akranesi sem hafa verið að spila saman í um eitt ár, aðallega í heimabænum. „Við erum að færa okkur til stór- borgarinnar. Þetta verða okkar fyrstu stóru tónleikar,“ segir gít- arleikarinn Siggi Bach, sem hefur lengi hlustað á Hendrix. „Hann er rosalega mikill áhrifavaldur hjá manni, eins og hjá flestum gítar- leikurum.“ Spurður hvort það sé ekki erfitt að feta í fótspor þessa mikla snillings segir hann: „Þetta er krefjandi djobb, ég lýg því ekki, en ég tel mig nú geta eitthvað. Maður situr líka við æfingar allan liðlangan daginn þegar maður er ekki að vinna.“ Auk Sigga eru í hljómsveitinni þeir Axel Freyr trommari, Björn Breiðfjörð bassaleikari og Bergur Líndal, söngvari og ryþmagítar- leikari. „Við erum að spila öll helstu lögin af þessum þremur plötum sem hann náði að gefa út, kallinn,“ segir Siggi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er aðgangseyrir 1.000 krónur, greiddar í seðlum. freyr@frettabladid.is Feta í fótspor Jimi Hendrix THE JIMI HENDRIX PROJECT Hljómsveitin spilar öll bestu lög gítarsnillingsins Jimi Hendrix á Sódómu 10. febrúar. Málþing Náttúrulækningafélags Íslands - 8. febrúar 2011 Jafnvægi og vellíðan Líf án streitu Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings í Hvammi, Grand Hótel þriðjudaginn 8. febrúar 2011 kl. 20.00 Frummælendur: Ingibjörg H. Jónsdóttir, dósent í lífeðlisfræði og yfirmaður Streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar. “Streituvandamál – orsakir – afleiðingar - besta lausnin” Hróbjartur Darri Karlsson, hjartalæknir “Streitan sem skemmir hjartað” Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur og verkefnisstjóri HNLFÍ “Að meta eigin streitu og streituvalda” Auk frummælenda sitja fyrir svörum: Lárus Ólafsson, sölumaður “Tekið í taumana - reynslusaga” Fundarstjóri: Magna Fríður Birnir, hjúkrunarforstjóri HNLFÍ í Hveragerði Allir velkomnir! Aðgangseyrir 1.000 kr. Frítt fyrir félagsmenn. Berum ábyrgð á eigin heilsu · Hverjar eru orsakir streitu? · Hverjar eru afleiðingar streitu · Hvernig má varast streitu · Hvaða úrræði eru í boði gegn streitu Ingibjörg H. Jónsdóttir Hróbjartur Darri Karlsson Sigrún Ása Þórðardóttir Lárus Ólafsson Magna Fríður Birnir 5.-9. maí. Frá aðeins 109.000 kr. á fjögurra stjörnu hóteli í 4 nætur Frá kr. 109.900 Hotel Zenit Barcelona Sértilboð til korthafa VISA! Bættu lífið Sölustaðir: Rima apótek N1 á Bíldshöfða N1 á Hringbrautinni N1 í Ártúnsbrekkunni N1 á Lækjargötu í Hafnarfirði Dreifingaraðili: Tvö Emm Sími 772-3301

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.