19. júní


19. júní - 19.06.1990, Side 12

19. júní - 19.06.1990, Side 12
, , tg hef ekkert markvert að segja og góða reyndu að hafa þetta stutt" segir Elsa og er ekkert sæl með að láta hafa sig í viðtal. Við setjumst nú samt niö- ur við kaffiborðið í hlýlegri einstaklingsíbúð Elsu í Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðard- al. Eftir miklar fortölur ætlar hún að gefa lesendum 19. júní innsýn í lífshlaup sitt. Hún heitir fullu nafni Kristín Guðmunda Elísabet Þórólfsdóttir, fædd í Vonarholti Strandasýslu þ. 20. nóvember árið 1917. Elsa bjó ásamt manni sínum Tryggva Gunnarssyni í Arnarbæli í Dalasýslu. Tryggvi lést árið 1953 frá 10 ungum börn- um. Þaó elsta var 14 ára, það yngsta 2 ára. ÞÁ KOSTUÐU SOKKARNIR SJÖ KRÓNUR í stofunni hjá Elsu blesir við mikið af fall egri handavinnu; flos og margar gerðir af ísaumi, m.a. stór borðdúkur úr fínu lérefti allur saumaður blómakrönsum. Litunum er raðað af smekkvísi og engir tveir kransar eru eins. Þennan dúk mætti eins nota á röngunni, svo fallegur er frágangurinn. Og ég get ekki stillt mig um að spyrja; Hvenær hafðir þú eiginlega tíma til að gera alla þessa fallegu hluti? ,,Það má alltaf finna tíma. Þó var hann ekki mikill meðan börnin voru ung, þá saumaði ég flestar flíkurnar á þau og sjálfa mig. En ég hef alltaf haft gaman af handa- vinnu." Bætir svo við: ,,Mikið hefði nú verið gaman að geta ,ært. Um það hef ég oft hugsað - hefði maður fengið að læra t.d. handmennt, eða söng, eða á hljóð- færi. Mér finnst að börnin ættu að vera ánægð núna að fá að læra og velja hvað þau vilja - en það geta þau flest núorðið." Þú ert fædd í Strandasýslu, eru ættir þínar þaðan? ,,Já, það má eiginlega segja það - foreldr- ar mínir voru báðir af Ströndum, þó var ElísabetGuð- munda Kristín fékkriddara- krosshinnar íslensku fálka- orðu fyrir hús- móður- og uppeldisstörf ásíðasta ári. Húnerorðin 72ára. Hvern- ig lífi lifði hún? Birna Lárusdóttir á Brunnásótti hana heim... móðir mín fædd í Skógum í Reykhólasveit en hún er af Tröllatunguætt. Tengdadóttir mín, sem er að glugga í ættfræði, sagði mér fyrir stuttu að langamma mín hefði verið héðan úr Dölunum. Hún hét Elín Kjartansdóttir frá Svínaskógi. Ég var fimm ára þegar við fluttum að Fjarðarhorni, Gufudal. Við vorum fjórar systurnar og svo var hjá okkur alla tíð hún Sigríður móðuramma mín. Nú er Vonarholt löngu komið í eyði, enda harðbýlt þar. Löngu seinna kom ég þar aftur með tengdadóttur minni og þá stóð enn uppi kjallarinn sem pabbi hafði hlaðið úr handhöggnu grjóti. Ég minntist þess þá að eitt sinn vorum við að borða svið og blessunin hún amma sem var svo- lítið hjátrúarfull sagði mér að brjóta málbein í þrennt og stinga beinunum í vegginn. Þegar ég kom þarna aftur fór ég að hugsa hvernig gat ég eiginlega potað beinunum þarna - veggurinn er svo fallega hlaðinn að hvergi sást smuga". Hvað varstu gömul þegar þú fórst úr foreldrahúsum? „Ég varð 18 ára um haustið þegar ég fór að heiman, einn veturinn, með báti til Flat- eyjar og þaðan með strandferðaskipi til Reykjavíkur. Þá var eiginlega ekki um neitt að ræða annað en vistir þar. Fyrst bjó ég hjá konu sem ég þekkti og hún útvegaði mér fyrstu vistina. Kaupið var svona 30 kr. á mánuði - það þætti hlægilegt núna. Ég skal segja þér að annan veturinn í Reykja- vík átti ég lítið af peningum og þá kostuðu sokkarnir 7 krónur. Ég hafði ekki efni á þeim, hvað þá á kjól fyrir jólin. Þá var það, að stúlka sem ég þekkti og hafði gert ýmis- legt fyrir, að hún gefur mér blessunin í jóla- gjöf - það var víst eina jólagjöfin - eina sokka og 5 kr. Það var stór gjöf. Og á sumrin, varstu í vistum þá? „Vanalega fór ég heim á sumrin. Efnin þar leyfóu ekki að tekin væri kaupakona. Það var þá heldur að teknir væru kaupa- menn og þá oft í samvinnu milli bæja. Það var oft að það væri samvinna um sláttinn". Þú hefur þá ferðast milli Reykjavíkur og Fjarðarhorns vor og haust, en hvenær kemurðu í Dalina? „Ég hafði mikla löngun til að læra og síð- asta veturinn minn í Reykjavík var ég í kvöldskóla með vinnunni. Sérstaklega langaði mig að fara í handavinnudeildina í Kennaraskólanum - þess vegna fór ég í kaupavinnu í Árnessýslu. Með því vildi ég ná í aura til að komast í Húsmæðraskólann 12

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.