19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1990, Qupperneq 22

19. júní - 19.06.1990, Qupperneq 22
Svan 21 i Ein þekktasta kvenfrelsis- kona Banda- ríkjanna heim- sækir okkur í vor í boði KRFÍ. Hversvegna er hún þekkt og hvað hefur hún aðsegja? Kynning og viðtal. D etty Friedan hefur um árabil verið einn þekktasti og skeleggasti málsvari kvenréttindahreyf- ingar á okkar dögum. Hún er bandarísk, fædd í Peoria í lllinois árið 1922. Hún lauk prófi frá Smith College árið 1942 með lof- samlegum vitnisburði enda afburða námskona. Síðar stundaði hún nám í sálar- fræði við háskólann í Berke- ley í Kaliforníu og hefur starfað sem klínískur sál- fræðingur og félagsfræð- ingur. Einnig vann hún um skeið sem blaðamaður og ritaði fjölda greina í ýmis bandarísk blöð og tímarit, bæði um sálfræðileg og félagsfræðileg efni svo og um málefni er lúta að stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Þá hefur hún stundað félagslegar rannsóknir, og í fyrstu bók hennar „The Feminine Mystique", er einmitt að finna niðurstöður rannsóknar er hún hóf á ár- inu 1957 og var viðfangs- efnið staða kvenna í banda- rísku þjóðfélagi. Bókin kom út í Bandaríkjunum árið 1963. Sú bók Þjóðsagan um konuna vakti feikna athygli, hefur verið þýdd á mörg tungumál og löngum verið talin tímamótaverk, sem markaði djúp spor í samtímasögu og varð einn helsti hvatinn að kvenna- hreyfingu nútímans, einni áhrifaríkustu félagslegri hreyfingu á okkar tíð. Betty Friedan er stofnandi og fyrsti forseti kven- réttindasamtakanna NOW í Bandaríkjunum (National Organization of Women) og hefurfariðfyrirlestraferð- ir um Bandaríkin og víða um lönd. Hún hefur um langt skeið verið í broddi fylkingar þeirra, sem berjast fyrir end- urbótum á bandarískri lög- gjöf um jafnrétti og félags- leg málefni. Betty Friedan hefur verið gestaprófessor við ýmsa háskóla í Banda- ríkjunum svo sem Temple, Yale, Queen's College, Col- umbia og Suður-Kaliforníu háskóla. Árið 1975 var hún útnefnd sem húmanisti árs- ins í Bandaríkjunum og var jafnframt sæmd nafnbót heiðursdoktors við Smith College þar sem hún áður var nemandi. Betty Friedan er búsett í New York ríki, en er nokkra mánuöi á ári hverju við kennslu og fræðastörf í Ka- liforníu. Hún á þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. Betty Friedan hefur ritað þrjár bækur, og sú fjórða er að koma út innan skamms. Þessar bækur eru áður- nefnd bók The Feminine Mystique, - Þjóðsagan um konuna - árið 1963, It Changed My Life, - Þáttaskil - árið 1976 og svo The Second Stage-Ann- ar þáttur - árið 1981, ein bók á áratug. Á þessum áratugum hefur kvennahreyfingin ýmist ver- ið rísandi og framsækið fé- lagslegt afl, ellegar stað- næmst og lamast að nokkru marki vegna innri átaka og ágreinings um markmið og leiðir, uns nú, að staðið er frammi fyrir áleitnum spurn- ingum. Áfangar hafa verið lagðir að baki, og stórir ávinningar hafa náðst sem síst ber að vanmeta, Betty Friedan spyr: Hvað nú? Höfum við gengið til góðs? Hvernig megum við best nýta ávinninga og sigra kvennabaráttunnar fram að 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.