19. júní


19. júní - 19.06.1990, Síða 24

19. júní - 19.06.1990, Síða 24
í broddi fylkingar 100.000 manna kröfugangu í Wa- hington áriö1978. Krafist varbreyt- inga á stjórnar- skrá Bandaríkj- anna(The Equal Rights Amend- ment) sem tryggði konum sömu réttindi og körlum og öll þau, sem þátttóku í göngunnivoru hvitklædd og báru litinagultog fjólublátt til að heiðra minningu brautryðjenda kvenréttindabar- áttunnar. þessu, mannlegu samfélagi til heilla og framfara á ókominni tíð? í bókum sínum greinir Betty Friedan ríkjandi að- stæður á hverjum tíma af skarpskyggni og stórri yfir- sýn. Jafnframt eru þær sem vegvísir að næsta stigi þeirr- ar þróunar, sem yfir stendur hverju sinni, og framsýni hennar er með ólíkindum. Bækur hennar eru ágæta læsilegar, hún er einatt hvassyrt, aldrei þó stórorð, þarf ekki á því að halda. Framsetning er beinlínis skemmtileg, og athuga- semdir hennar eru hárbeitt- ar. Ævinlega virðist hún vera skrefi á undan sinni samtíð, spyr réttra spurn- inga og aðkallandi. I fyrstu bók sinni, Þjóðsagan um kon- una, lýsir Betty Friedan þeim umskiptum, sem verða í Bandaríkjunum á eftir- stríðsárunum, þegar heil kynslóð faglega menntaðra kvenna er beinlínis send heim, þótt um ágætlega hæft vinnuafl væri að ræða. í sama mund upp- hófst sérkennileg dýrkun á hinni kvenlegu hlédrægni, hinu óvirka ósjálfstæði. Þessu andrúmslofti lýsir hún ítarlega og styður frá- sögn sína mörgum dæmum frá viðtölum við konur vítt og breitt um Bandaríkin. Viðmælendur hennar eru miðstéttarkonur, margar hverjar skólagengnar eða hafa haft tækifæri til mennt- unar. Flún er einatt stödd í úthverfum stórborga, í ein- býlishúsum hjá barnmörg- um fjölskyldum. Flenni finnst vera eitthvað meira en lítið bogið við það hvernig bandarískar konur lifi lífi sínu, og spurningarn- ar hrannast upp hver af ann- arri. Hún sér ekki betur en endaskipti hafi orðið á vandamálum kvenna. Á fyrri tíð var barist fyrir því, að á konuna væri litið sem jafn- ingja og jafnoka karlmanns- ins, og jafnir möguleikar henni til handa voru tak- markið, sem stefnt var að. Þá voru hindranir á þeirri leið hin raunverulegu vandamál, sem bar að leysa. Nú aftur á móti var lang- helst litið á konuna innan þess ramma, sem kynferðið markaði henni. Aðlögunar- vandkvæði hennar gagn- vart húsmóðurhlutverkinu var orðið hið knýjandi, að- kallandi vandamál, en ekki þær hindranir sem skerða möguleika hennar á að njóta sín sem sjálfstæður einstaklingur. Og Betty Fri- edan spyr: Hvar endar þetta, hvert leiðir okkur sú þróun, að konurnar lagi líf sitt að fyrirmyndum sem bjóða þeim að afneita eigin skyn- semi, taka hana hreinlega úr sambandi? Hvaða afleið- ingar getur það haft í för með sér, að stúlkur alast upp samkvæmt forskrift, sem fær þær til þess að úti- loka sig frá heimi raunveru- leikans, þróun samtímans, í heimi sem í sífellu tekur ör- ari breytingum? Hver getur verió orsök þess, að konan undirgengst viðhorf, sem ræna hana rétti sjálfstæðs einstaklings og útiloka hana frá því að eiga hlut að ákvörðunum, sem miklu skipta alla menn, karla og konur? Enn segir hún: Menntun og uppeldi stúlkna má ekki miðast við það, að starf út á við skuli koma í staðinn fyrir móðerni og fjölskyldu- líf með tilheyrandi skyldum, né heldur að finna þeim eitt- hvað hæfilegt til dundurs þangað til þær giftast. Upp- eldi og menntun verður ein- faldlega að miðast við það, að konur taki líf sitt alvar- lega, verði hæfar til starfa sem fullgildir sjálfstæðir þjóðfélagsþegnar. Næsta bók Betty Friedan It Changed my Life. Þáttaskil kom út árið 1976. Þar er að finna allt í senn þekktar ræður höfundar, rit- gerðir og fyrirlestra, sem ekki höfðu áður birst I heild, persónulegar endurminn- ingar frá ýmsum skeiðum ævi hennar, tilskrif frá kon- um víðsvegar að. Koma þar m.a. fram undirtektir og við- brögð við fyrstu bók Betty Friedan. Þjóðsagan um konuna. Þá greinir þar frá banda- rískum kvenréttindahreyf- ingum, baráttumálum þeirra, fundum og ráðstefn- um, ágreiningsmálum af margvíslegum tilefnum, einnig aðgerðum og bar- áttuaðferðum. Einn hluti bókarinnar nefnist „Minnis- bók Betty Friedan" þar sem hún segir frá ýmsu, sem á daga hennar hefur drifið og greinir frá því hvernig við- horf hennar þróuðust á ár- unum um og eftir 1970. 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.