19. júní


19. júní - 19.06.1990, Side 25

19. júní - 19.06.1990, Side 25
í bókinni er aö finna kunn samtöl milli Betty Friedan og Páls páfa, einnig samtal hennar við Simone de Be- auvoir, og þar er frásögn af ferðalagi Betty Friedan um Indland í fylgd með Indiru Gandhi á fyrsta ári stjórnar- tíðar hennar sem forsætis- ráðherra. Þá segir frá atburðum á kvennaþingi í Mexíkó árið 1975, sem haldið var á veg- um Sameinuðu þjóðanna í tilefni af alþjóðlegu kvenna- ári, við upphaf kvennaára- tugar. I bókarlok er opið bréf til kvennahreyfinga á okkar dögum þar sem höfundur- inn Betty Friedan greinir frá mati sínu á stöðu ýmissa kvenréttindahreyfinga um þær mundir. Flún sér glöggt, að þær eru staddar á vegamótum. Flenni hugn- ast ekki, að þær hafa að hennar dómi orðið inn- hverfar um of, og athygli hefur beinst frá þeim knýj- andi verkefnum að skapa ný viðhorf, opna nýjar leið- ir, breyta ásýnd heimsins. Henni finnst gæta stöðnun- ar og lítt markvissra að- gerða, sem síst leiði til neinna breytinga, er máli skipta. Hún ræðir hugsan- legar leiðir til að brjótast út úr þeirri blindgötu, sem kvenréttindahreyfingar hafa ratað í á áttunda áratugn- um. Hvað beri að gera til þess að komast úr sporun- um áleiðis á næsta stig þeirrar byltingar, sem á und- an er gengin, en er í vanda stödd og staðnar, ef ekki er hafið endurmat, endur- skipulagning, með nýrri sókn. Þetta var um miðjan átt- unda áratuginn og leið fram til ársins 1981, en þá kom út þriðja bók Betty Friedan The Second Stage Annar þáttur. Rétt bók á réttum tíma sögðu gagnrýnendur, og enn á ný spurði Betty Friedan réttra spurninga og aðkallandi. Hvað nú, hvert stefnir, hvert skal halda? Hvernig getum við best varðveitt og ávaxtað ávinninga kvenrétt- indabaráttunnar og hindr- að, að þeir verði að engu gerðir? Hvað með ungu konurnar nú á dögum, sem líta á kvenréttindi eins og hvert annað sjálfsagt mál, hvernig má þeim takast að nýta auk- ið athafnarými nýtt frelsi og samræma virka þátttöku úti í þjóðfélaginu, þörfinni fyrir ást, heimili, börn og fjölskyldu þannig, að allt komi þetta heim og saman, mætist í farsælu jafnvægi? Hvernig tekst eldri konun- um, sem þegar eiga sér góð- an starfsferil, að sameina sjálfstæða atvinnu hjóna- bandi, börnum, fjölskyldu- lífi með þeim hætti, að ekk- ert eitt beri annað ofurliði, að þær fái notið alls þessa? Hvernig geta þær konur, sem alla sína tíð hafa unnið innan vébanda heimilisins, litið fram á veginn, öruggar og með sjálfsvirðingu? Og hvað með karlmennina, hvernig geta þeir frelsað sjálfa sig undan oki þess kynbundna lífsmunsturs, sem þeir eru fastir í? Hvernig getum við öll haf- ið nýja sókn, með nýjum markmiðum, nýjum sigrum, átt val, sem er meira en nafnið tómt og skapað okk- ur raunverulegt, heillegt líf? Hér er rétt ýjað að örfáum atriðum þess umfangsmikla og innihaldsríka efnis, sem Betty Friedan reiðir fram í bók sinni „The Second Stage”, Annar þáttur, en á vordögum gefst okkur tæki- færi að hlýða á hana sjálfa flytja mál sitt og greina frá ýmsu þvi sem hún hefur til málanna að leggja varðandi kvennahreyfingu nútímans. Betty Friedan kemur til ís- lands I fyrirlestraferð um miðjan júní í boði Kvenrétt- indafélags íslands. MINNINGARKORT Menningar og minningarsjóðs kvenna eru afgreidd í: Bókabúöinni borg, Lækjargötu 2 Lyfjabúö Breiöholts, Arnarbakka 4-6 Skrifstofu KRFÍ, Hallveigarstöðum, Túngötu 14 25

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.