19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1990, Qupperneq 46

19. júní - 19.06.1990, Qupperneq 46
HAGFRÆÐI . SEM BARATTUTÆKI Hagfræði er mikilvægt baráttutæki gegn misrétti á vinnumark- aði. Spurning- in má ekki vera um við- horf okkartil hagfræðinnar heldur: Hvern- iggetumvið beitt þeim fræðum í þágu jafnrétt- is? Lilja Móses- dóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, skrifarum konurog hag- fræði. Barátta kvenna- hreyfingarinnar á komandi áratug mun fyrst og fremst snúast um kaup og kjör kvenna á hinum íslenska vinnumarkaði. Krafa kvenna um endurmat á störfum þeirra og umtalsverða hækkun lágmarkslauna hef- ur ekki hlotið tilætlaðan hljómgrunn meðal ráða- manna og verkalýðsfor- ingja. Tíð bráðabirgðalög ríkisstjórna og láglauna- samningar veikrar verka- lýðshreyfingarinnar á líð- andi áratug hafa fest í sessi stöðugt ójafnari tekjuskipt- ingu karla og kvenna. For- senda þess að konur snúi undanhaldi i sókn á vinnu- markaðinum er uppgjör við hugmyndafræði og baráttu- aðferðir níunda áratugarins. Aðstæður kvenna og mis- munun eru alltaf að taka á sig nýjar myndir sem stöð- ugt þarf að bregðast við með nýjum baráttuaðferð- um. Fram til þessa hefur kvennahreyfingin á íslandi einblínt á galla hefð- bundinnar hagfræði og ver- ið treg til að tileinka sér kenningar og aðferðir hag- fræðinnar konum til fram- dráttar. Eins og svo margar aðrar fræðigreinar býr hag- fræðin yfir ótal sérsviðum sem haldið er misjafnlega mikið á lofti. Eitt slíkt sér- svið er vinnumarkaðshag- fræðin (Labour Ec- onomics). Innan vinnu- markaðshagfræðinnar eru mismunandi áherslur á þætti eins og eftirspurn og framboð vinnuafls, hlutverk og áhrif verkalýðshreyfingar og stöðu kvenna á vinnu- markaðinum. Hagfræðingar sem lagt hafa áherslu á að greina og skýra stöðu kvenna á vinnumarkaðinum eru ekki margir og hefur vinna þeirra aðallega falist í söfnun upplýsinga og þró- un kenninga sem greint geta stöðu kvenna þæði á heimilunum og vinnumark- aðinum. Umfjöllun hag- fræðinga um stöðu ís- lenskra kvenna á vinnu- markaðinum hefur hing- að til verið mjög handa- hófskennd og yfirborðs- leg. Auk þess hefur um- fjöllunin borið vott um litla þekkingu á sam- bærilegum erlendum rannsóknum. Enda þótt íslenskir hagfræðingar hafi hingað til ekki gefið kvennahreyfingunni full- nægjandi svör er ekki þar með sagt að hagfræðin geti ekki verið konum til fram- dráttar. Konur geta notað hagfræðina í tvenns konar tilgangi. í fyrsta lagi til að fá vitneskju um upplýsingar og aðferðir sem eru nauð- synlegar til að greina stöðu kvenna. í öðru lagi til að setja fram kenningar sem útskýra stöðu kvenna á máli sem ráðamenn og verkalýðsforingjar skilja og/eða bera virðingu fyrir. Aukin þjónusta viö konur Hingað til hefur hagfræðin verið sérsvið karla á íslandi sem best sést á því að mjög takmarkaóar upplýsingar eru til um konur. Eitt merk- asta talnasafnið um konur er rit Þjóðhagsstofnunar Tekjur karla og kvenna sem gefið var út 1 989. Ritið kemur þó að takmörkuðu gagni þar sem talnagögnin ná í flestum tilfellum aðeins yfir 6 ára tímabil þ.e. frá 1980 til 1986. Frekari úr- vinnsla gagna fyrir og eftir tímaþilið 1980-1986 er nauðsynleg ef fást á heil- steypt mynd af stöðu kvenna. Svo yfirgripsmikil úrvinnsla verður ekki sett á oddinn nema konur þrýsti sjálfar á framkvæmd henn- ar. Konur hafa fram til þessa lagt ríka áherslu á gerð kannana til að meta kaup og kjör kvenna. Gildi kann- ana er mjög takmarkað þar sem þær gefa aðeins upp- lýsingar um ástand á þeim tíma sem kannanir eru fram- kvæmdar. Slikar skamm- tíma upplýsingar eru gagn- legar til að vekja athygli fjöl- miðla og annarra á málefn- um kvenna. Söfnun lang- tíma upplýsinga um konur er hins vegar forsenda þess að konur geti greint stöðu kvenna og fundið raun- hæfar leiðir til aukins jafn- réttis. Kyngreindar upplýsingar Upplýsingar um menntun, launamun, vinnutíma, at- vinnumöguleika, störf, starfsumhverfi, atvinnuleysi og opinberar greiðslur til íslenskra kvenna eru of ófullkomnar til að hægt sé að sýna fram á orsakasam- hengi þessara þátta og gera samanburðarrannsóknir. Of algengt er að íslensk hag- gögn séu ekki kyngreind og á þar samkynsorðið maður sök að máli. Aö gera konur stöðugt að mönnum dregur hulu yfir raunverulegan mun kynjanna hvort heldur hann er tölfræðilegur, fé- lagslegur eða líkamlegur. Mynd flestra af stöðu ís- lenskra kvenna er mjög bro- takennd og hefur leitt til fálmkenndra aðgerða í þágu kvenna. Trúin á mátt menntunar hefur t.d. verið svo takmarkalaus að konur hafa samþykkt auknar menntunarkröfur hefð- bundinna kvennastarfa í þeirri von að hefja mætti störfin upp úr láglauna- flokkunum. Þessar auknu menntunarkröfur hafa ekki skilað sér í hærri launum heldur aðeins aukið atvinnumöguleika kvenna. Aukin menntun hefur í raun leitt til auk- ins launamunar. Launa- munur menntaðra karla og kvenna með sam- 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.