19. júní


19. júní - 19.06.1990, Síða 49

19. júní - 19.06.1990, Síða 49
fyrir sig ákvarðanir í pen- ingamálum og að gleyma ekki að þær bera alltaf sjálf- ar fjárhagslega ábyrgð. Hjón eru samábyrg fjár- hagslega en því miður finnst sumum konum - og þá ekki síður mönnum þeirra - að hætti þær á vinnumarkaðinum til að sinna heimili og börnum afli þær engra tekna og komi því fjármálin ekki við. Þar sem þær eru ábyrgar að hálfu án tillits til þess hvort þær vinna utan heimilis eða innan er mjög mikilvægt að þær gjörþekki fjármál heim- ilisins og geti tekið eðlileg- an og ábyrgan þátt í sam- eiginlegri ákvarðanatöku. Allar afleiðingar af rangri ákvarðanatöku koma jafnt niður á báðum aðilum ekki síst við gjaldþrot. Konur, sem einhverjar eignir eiga fyrir hjúskap ættu að gera kaupmála, en það firrir þær ekki ábyrgðinni á að fylgjast stöðugt með fjármálunum því að kaupmáli kemur að litlum notum þegar allar eignir eru tapaðar. Konur, sem eru í óvígðri sambúð, ættu öðrum fremur að sýna mikla varkárni í peningamálum og ættu að leita sér upplýsinga um hvernig þær tryggi rétt sinn áður en lagt er út í kaup á innbúi, íbúð, bíl eða öðru og stofnað er til skulda. Hjördís Gissurardóttir, kaupmaður í Benetton: Mitt ráð er það að eyða aldrei meiru en maður aflar. Þessa reglu lærði ég í for- eldrahúsum og hún hefur reynst mér vel. Það er að vísu erfitt að ráðleggja kon- um að eyða ekki meiru en þær afla vegna þess að þær eru yfirleitt með lág laun. Brýnasta verkefni verka- lýðsfélaganna er að bæta úr því launamisrétti kynj- anna sem nú viðgengst og raunar ætti að vera löngu búið að rétta hlut kvenna. Verkakonur og sjómenn hafa alltaf verið vanmetin á íslandi og þó er það þetta fólk sem borgar menntun islendinga. Aldraðir búa líka við mjög slæm kjör. Það er sárt til þess að vita að þetta fólk geti lítið sem ekkert veitt sér - en allir verða að sníða sér stakk eftir vexti. Ingibjörg Rafnar, héraðsdómslögmaður: Að mínu áliti er mikilvæg- ast að hafa yfirsýn yfir fjár- málin og fylgjast vel með stöðu þeirra, hvort sem um er að ræða fjármál heimilis eða fyrirtækis. Við verðum að hafa reiðu á fjármálunum og halda vel saman öllum fylgiskjölum. Þær sem reka fyrirtæki verða að færa bók- haldið samviskusamlega. Miklu máli skiptir að borga allar skuldir, skatta og önn- ur gjöld á réttum tíma því annars verður allt miklu kostnaðarsamara auk þess sem maður missir yfirsýn. Ef ekki eru til peningar til að greiða á gjalddögum verður að hafa samband við kröfuhafa og semja við þá. Maður á aldrei að láta eins og skuldirnar séu ekki til. Það er ekki hægt að humma þær fram af sér og yfirleitt er hægt að semja sig út úr vandamálunum. Það borgar sig aldrei að taka peninga út úr fyrirtæk- inu nema þeir séu raun- verulega til - og sú regla gildir jafnt um fyrirtæki og persónuleg fjármál að eyða aldrei um efni fram. Birna Þórðardóttir. blaðamaður: Birna mín, komdu þér upp útgerðarmanni fyrir vestan, sagði Jón Gunnar við mig einhverju sinni þegar ég var þusandi um blankheit. Það er þægilega langt í burtu og samgöngurnar ekki uppá það besta. Þannig fengi ég fjárhagslegt öryggi án mik- illa skuldbindinga. Konur hafa þrjá möguleika til að komast af. I fyrsta lagi að koma sér upp fyrirvinnu - útgerðarmaðurinn að vestan er trúlega útúr myndinni í Ijósi kvóta- reynslunnar, í öðru lagi að láta aðra (aðrar) vinna fyrir sig með því að ganga biss- nessgötuna eða í þriðja lagi að vinna fyrir sér sjálfar og er það hlutskipti okkar flestra, (einsog reyndar flestra karla). Oftlega er sagt, að þróun frelsunar kvenna sé mæli- stika á frelsun samfélagsins. Raunar gildir það um öll þau sem bera skarðan hlut frá borði. Ekkert samfélag er frjálst sem mismunar þegnum sínum á þann veg að sumir rétt skrimta með ómældu erfiði á meðan aðr- ir vita ekki aura sinna tal. Eitthvert mesta ófrelsið er að geta ekki séð sér og sín- um farborða með vinnu- framlagi sínu, en sú er staða stórra hópa kvenna á islandi í dag. Konur fylla lægstu launaflokkana og verða þar af leiðandi að leggja á sig aukavinnu og yfirvinnu til að ná endum saman. Félagslegur niðurskurður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.