19. júní


19. júní - 19.06.1990, Side 55

19. júní - 19.06.1990, Side 55
lítum lóðréttu kynskipting- una miklu alvarlegri augum en þá láréttu, þ.e. áhrifaleysi kvenna innan allra starfs- greina. Þá erum við að tala um áhrif ekki aðeins í sam- félaginu sem heild, heldur á vinnuaðstæður, laun o.s.frv. Það er skoðun okkar allra í BRYT að það sé tómt mál að tala um breytingu á þessu sviði, um aukin áhrif kvenna, nema konur afli sér, séu hvattar til og studd- ar til að afla sér, þekkingar á þeim sviðum sem áhrif og völd liggja; á sviði tækni og fjármála - þar eru karlar ein- ráðir." En nú eiga völdin það til að fara undan í f læmingi - störf sem einu sinni fólu í sér völd og virð- ingu, gera það ekki leng- ur og annað hefur komið í þeirra stað en konurnar sem töldu sig hafa náð fótfestu, sitja uppi jafn- vel með sárt ennið! „Það er alveg rétt, að við höfum verið að elta karlana inn á þeirra svið og þegar við erum komnar þangað, eru þeir farnir eitthvað ann- að með völd og áhrif í far- teskinu. Einmitt þess vegna megum við heldur ekki nýta alla okkar krafta til að elta þá uppi. Ég er ansi hrædd um að við verðum að vera súperkonur dreifa okkur alls ' & a? ' Hr ■ '• W " 5 .’-Vl . . '§ i | ¥ ' fvp' *'■ § • j'f'l 9 1 staðar! Við þurfum ekki síst að gæta þeirra sviða þar sem við höfum tangarhald núna og þeirra eiginleika sem við búum yfir. Það er eindregin niðurstaða okkar allra, að ekki beri að vinna sérstaklega að því að fjölga körlum í kvennastörfum. Þetta eru stór orð og í and- stöðu við tíðarandann heyr- ist mér. Það gagnstæða er einmitt krafan - að það beri að hvetja drengi til að koma inn á hefðbundnu kvenna- sviðin, „leyfa" þeim að gæta barna og búa og axla umönnunarstörfin. En er það tímabært? Þeir taka völdin þar líka! Ekki mun það auka áhrif kvenna á gang mála í heiminum! Mín niðurstaða er sú, að það sé brýnt að konur rækti betur tengslin við sjálfar sig, leiti uppi það kvenlæga. Það má ekki týnast, en það gæti tapast ef við höldum ekki fast í það sem okkar er. Nútimamanneskjan, karlar meira en konur, virkar bara fyrir ofan háls, það vantar tengslin milli jaess vitræna og þess tilfinninga- lega. Um leið og við eflum þekkingu okkar, þurfum við sem sagt að efla þessi tengsl, við það kvenlæga í okkur svo við förum ekki inn á karlasviðin á karlaforsend- um. Það má ekki gerast. Ms. Mjög miklu ýtarlegri upplýs- ingar um verkefni BRYT er að finna I fréttabréfum þess og er áhugafólki hér með bent á að hafa samband við Jafnréttisráð eða bæjarskrifstofu Akureyrar- bæjar til að fá þau send. „Það er eindregin niðurstaða okkar allra, að ekki beri að vinnasérstak- lega að því að fjölga körlum í kvennastörfum." 55

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.