19. júní


19. júní - 19.06.1990, Side 61

19. júní - 19.06.1990, Side 61
B • Ó • K • A Vigdís Grímsdóttir Ég heiti ísbjörg. Ég er Ijón Iðunn, Reykjavík 1989 Ung stúlka er ákærð fyrir morð. Situr í læstum fangaklefa og rekur sögu sina fyrir verjandanum. Þau hafa saman aðeins tólf stundir og á þeim tíma raðast saga stúlkunnar upp í samfellda mynd úr ótal ör- smáum brotum. Hún er Isbjörg. Hún er Ijón. Vill hafa stjórn á eigin lífi, en verður leiksoppur að- stæðna, örlaga og eigin breysk- leika. Samt er hún ekki aðeins fórnarlamb. Hún er líka gerandi. Hennar vopn eru harkan, hatrið og ástleysið. Það sem sigrar hana er ástin og sú krafa um eignarrétt sem henni gjarnan fylgir. Við ást- inni á Isbjörg ekkert svar nema dauðinn. Og hún drepur. En um leið lokar hún síðustu götu sjálfrar sín til annarra manna. Eftir er að- eins eigin hugarheimur, þar sem frelsið birtist í mynd ungrar konu með barn. Heimur sem veröldin dæmir úr leik og kallar afurð sjúks huga. Einmanalegur heimur, en sá eini sem gefur möguleika á því frelsi sem felst í því að vera hún sjálf. Hætta að berjast. Að vera krefst úrsagnar úr samfélagi manna. Ég heiti ísbjörg. Ég er Ijón er þroskasaga. Hún er líka þjóðfé- lagsádeila. Samt er hún eiginlega hvorugt. Aðstæður Isbjargar í upp- vextinum, föðurmissirinn, innlögn móðurinnar á geðsjúkrahús, allt á þetta sinn þátt í því að gera Is- björgu eins og hún er, en það sem skilur hana þó fyrst og fremst frá öðrum er sú staðreynd að hún er Isbjörg. Nafnið er örlög hennar. Isinn sem hún brynjar hjarta sitt með er í senn veikleiki hennar og U ■ M ■ S ■ A styrkur. Hún veit frá unga aldri að þær sem gangast ástinni á hönd eru dæmdar úr leik. Ástin er óvinur kvenna. Bæði hún og móðir henn- ar elska föðurinn, hann er ráðandi í þeirra lífi jafnt þó að hann sé dáinn. Til að losna undan áhrifa- mætti ástarinnar verður að snúa henni í hatur. Faðirinn verður óvin- urinn. Og viðskiptavinurinn sem segist elska ísbjörgu og vill eign- ast hana verður líka óvinur. Og staðgengill föðurins, kletturinn Pétur, hann væri líka óvinur í heimi mannanna. Aðeins í innilokuðum klefanum, þar sem ísbjörg hefur tögl og hagldir geta þau mæst sem jafningjar. Uns sekt hennar er sönnuð. Þá gengur hann aftur út í heiminn, en hún á enga undan- komuleið nema ímyndunaraflið. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa" segir í Biblíunni. Það frelsi er ekki nánar skilgreint. Fyrir ís- bjargir heimsins er enginn sann- leikur til nema þeirra eiginn. Og því er frelsið ófinnanlegt annars staðar en í eigin huga. Ég heiti ísbjörg. Ég er Ijón er önnur skáldsaga Vigdísar Gríms- dóttur. Eins og í þeirri fyrri, Kalda- Ijósi, er söguhetjan barn meirihluta sögunnar. Áfall og ástvinamissir í æsku setur mark sitt á þau bæði, Grim í Kaldaljósi og Isbjörgu. Og vörnin er í báðum tilfellum hatrið. En Grímur kemst fyrir tilstilli listar- innar aftur inn í hlýju æskunnar, Ísbjörg ekki. Hún er mikil sagna- kona, jafnvel forspá norn, en hún kann ekki að nýta þá hæfileika sér til framdráttar. Hún er ein í sínum heimi og þangað inn kemst eng- inn, nema Pétur þessar tólf stundir og að lokum ímynd drengsins hennar sem hún gaf frá sér. Henn- ar eini kostur í augum heimsins er fegurðin. Með henni getur hún séð sér farborða: .Hún er falleg. Og hverju breytir það? Breytir öllu. Hestum í apa. Öpum í menn. Fæst fyrir hana gull. Og nóg er af því. Og hún mun kunna að nálgast það. Orðin svona falleg. Og dugleg að bjarga sér. Og stór. (bls. 197) G • N ■ I ■ R ■ Ellefu ára gömul kemst hún að því að líkaminn er hennar eina von. Og undir og yfir og allt um kring hvílir skuggi blóðskammar- innar. Sem hún skilur ekki. En finn- ur þó svo sárt til þess að vegna líkamlegrar ástar hennar er pabbi hennar allur. Einnig hann sigraði hún með líkamanum. Án þess að ætla sér það. Án þess að skilja það. En upp frá því skilur hún að líkaminn er vopn og á meðan ástin er hvergi nærri er hún óhult. Og samt er það aðeins á líkamlegan hátt sem hún getur tjáð Vilhjálmi frænda sínum væntumþykju. Gert hann að þátttakanda í sínum heimi. Aðeins eina nótt. Úr þeirri nótt gengur hún opnum augum inn í myrkrið. Og úr myrkrinu inn í einangrun klefans. Ég heiti Isbjörg. Ég er Ijón er vel skrifuð bók. Sjónarmið ísbjargar er allsráðandi og oft veit lesandinn ekki hvort atburðir eru hennar hug- arburður eða veruleiki. Það skiptir heldur engu máli. Þetta er hennar heimur séður frá hennar bæjardyr- um og það sem fyrir ber allt jafn- gildir þættir í hennar sögu. Frá- sögnin er ekki línuleg. Atriðin rað- ast upp eitt af öðru úr minni ís- bjargar og tíminn er ekki til utan þessar tólf stundir. Stíllinn er Ijóð- rænn og á köflum nærri upphaf- inn, en á milli kemur raunsæið ís- grátt og leggur hann undir sig. Ræður föðurins eru líkt og teknar upp úr baráttuskáldsögum kreppu- áranna. Draumar ísbjargar Ijóð og frásagnir móðurinnar þar mitt á milli. Samt skapast samræmi í frá- sögninni. Það er rödd ísbjargar sem ræður og hún neyðir lesand- ann til að hlusta ekki síður en Pét- ur verjanda. Og rödd hennar hljómar fyrir eyrum löngu eftir að lestrinum er lokið. Vekur enda- lausar spurningar og vangaveltur. Sagði ekki einhver að slíkt væri hlutverk góðra bókmennta? Friðrikka Benónýsdóttir. ALLRA VAL 61

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.