19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 9
eignast börn? Hvað um umhverfið? Sig- urbjörg segist vissulega hafa fundið fyrir því, sérstaklega í fyrstu, að fólkinu í kringum hana þótti kominn tími til að þau hjónin fjölguðu mannkyninu, búin að læra og búin að koma sér vel fyrir. „Systkini mín hafa lítið rætt um þessi mál mín. Það koma einstaka spurningar frá kunningum og það er eðlilegt að þeir spyrji. Stöku sinnum er sagt við mig: „Silla, þú ættir að eiga börn." Ég svara með því að spyrja hvers vegna. Og þá kemur fram að í þessu liggur skoðun viðkomandi á mér. Ég hef bara sagt að ég vilji ekki standa í því að ganga einhverja þrautagöngu í gegnum heilbrigðiskerfið til að eignast barn. Mér finnst ég hafa svo nóg við tíma minn að gera. Ég er svo lánsöm að ég vinn störf sem ég hef mjög gaman af og finn að ég get bæði verið skapandi og gefandi. Ég finn að ég get haft áhrif á umhverfi mitt og það er einmitt það sem þú gerir þegar þú ert að ala upp barn. Þú ert að sinna skapandi og gefandi þörf í sjálfri þér. Ég hef stundum hugleitt það, þegar ég er að vinna mína vinnu, að karlmaður myndi kannski gera hlutina allt öðruvísi og hafa aðrar áherslur. Það sem ég á við er að við konur erum aldar upp öðruvísi en karlmenn og við erum mótaðar af uppeldinu alla tíð. Það er höfðað til umhyggju, tillitssemi, þess að gæta þarfa annarra og að geta talað um til- finningar sínar. En þú þarft ekki að vera móðir til að hafa þessar tilhneigingar. Þær eru mótaðar í uppeldinu og sú sem ekki eignast barn er ekki snauðari af þessum tilfinningum en aðrar. Þetta eru mjög þýðingarmiklir og þarfir þættir og mér finnst mikilvægt að þeir komi inn í atvinnulífið. Kjarni þess sem ég er að segja er að þú þarft ekki að eignast barn til að vera kona eða kvenleg og eigin- leikar konu eru atvinnulífinu mikilvæg- ir. Barnlausar frænkur Það væri auðvitað óeðlilegt ef það hefði ekki komið upp hjá mér sú tilfinning að það væri gaman að eignast barn, yndis- legt að sjá það vaxa úr grasi og þrosk- ast. Þetta er tilfinning sem kemur og fer aftur. En eins og ég segi, ég fæ mikið út úr því að vera barnlausa frænkan. Það var miklu meira hér áður um barnlausar konur, á þeim tímum sem tæknin var ekki svona mikil. í dag velja margar konur að eignast börn þótt þær séu ekki giftar. Hér áður eignuðust ógiftar konur ekki börn nema í undantekningartilvik- um. Þá voru til töluvert margar barn- lausar frænkur sem gegndu ákveðnu hlutverki gagnvart systkinabörnum sín- um. Og satt að segja finnst mér að sam- félagið hafi fulla þörf fyrir fleiri slíkar. Þetta eru konur sem hafa annað sjónar- Esther Ólafsdóttir: „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég sé öðruvísi en konur yfir- leitt." horn á það sem foreldrar og börn þeirra hafa að segja um tiltekin mál. Systkina- börnin koma gjarnan til mín og biðja um mitt álit. Hluti af þessari þörf fyrir að eignast barn er áreiðanlega löngunin til að sjá barn sem líkist manni. Ég á sjálf systurdóttur sem líkist mér svo að hún gæti ekki verið líkari mér þó að ég ætti hana sjálf!" Ekki alveg eðlileg? Esther á að baki svipaða sögu og Sigurbjörg að mörgu leyti en segist hreinskilnislega aldrei hafa gert upp við sig á jafngagngeran hátt ástæður þess að hún hefur aldrei lagt af stað í ferðir milli lækna og rannsóknarstofa. Innst inni hafi hún lengi alið með sér von um að verða barnshafandi en með tímanum séð að af því yrði ekki og tekist að sætta sig við það og lifa góðu lífi. En hún tek- ur undir margt af því sem Sigurbjörg segir. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég sé öðruvísi en konur yfirleitt. Af hverju hef ég til dæmis ekki reynt, eins og margar aðrar, að fá barn erlendis? Ég velti því mikið fyrir mér en var aldrei til- búin til þess. Ég hafði mikið að gera og sá fyrir mér að ég yrði þá að hætta að vinna og breyta öllu lífinu. Stundum fannst mér ég hreinlega ekki alveg eðli- leg af því að ég fann ekki fyrir svo sterkri þörf fyrir barn," segir hún. Esther giftist ung, 19 ára gömul, og á þeim tíma tóku konur ekki ákvörðun um hvort og hvenær þær ættu að eign- ast börn, finnst henni. „Það var svo sjálfsagt mál. Tíðarandinn í kringum mig var þannig. Þetta hefur gengið í bylgjum og þegar ég hugsa til systkinabarna minna þá finnst mér þetta reyndar vera að koma aftur. Ég gerði sem sagt ekkert í því að komast hjá því að eignast barn og þegar ekkert hafði gerst eftir um eitt ár fór ég til læknis. Sá fyrsti sagði mér að bíða róleg í sex mán- uði til viðbótar en mér fannst það alltof langur tími og fór til annars. Hann setti 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.