19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 48

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 48
Vestnorrænt kvennaþing: „Kvinnuting Utnorðurs“ eftir Ragnheiði Harðardóttur Dagana 20.-23. ágúst n.k. verður háð vestnorrænt kvennaþing á Egilsstöðum. Vestur-Norðurlönd mun vera tiltölulega nýtt hugtak í landafræðinni en þá er átt við Grænland, ísland og Færeyjar. Vestnorræna kvennaþingið er haldið í samræmi við samþykkt Alþingis á þingsályktunartillögu frá vestnorræna þingmannaráðinu um að árið 1992 skuli vera sérstakt vestnorrænt ár. Því til áréttingar verða haldnar ráðstefnur um þrjú mikilvæg málefni í löndunum þremur - jafnréttismálin komu í hlut okkar Islendinga. í framhaldi af samþykkt Alþingis skip- aði félagsmálaráðherra undirbúnings- nefnd og kom hún fyrst saman 9. apríl 1991. I nefndinni sitja Ragnheiður Harðardóttir tilnefnd af Jafnréttisráði og er hún jafnframt formaður, Lára V. Júlíusdóttir tilnefnd af ASÍ, Guðrún Árnadóttir tilnefnd af KRFÍ, Þórveig Þor- móðsdóttir tilnefnd af BSRB og Stefanía M. Pétursdóttir tilnefnd af Kvenfélaga- sambandi íslands. Þær Hulda Karen Ól- afsdóttir varamaður Guðrúnar og Lísa Thomsen varamaður Stefaníu hafa einn- ig unnið mikið með nefndinni í vetur. Undirbúningsnefndin ákvað á fyrsta fundi sínum að setja stefnuna á kvenna- þing frekar en fámenna ráðstefnu. Eftir Nordisk Forum í Osló 1988 var mikill áhugi meðal kvenna í þessum löndum á að halda sitt eigið „forum". Óformlegur undirbúningshópur tók til starfa þá um haustið og starfaði fram á sumar 1989 þegar fréttist af ályktunum vestnorræna þingmannaráðsins. Var þá ákveðið að hætta frekari undirbúningi og setja traust sitt á þjóðþing landanna þriggja. Það var því Ijóst að þegar voru fyrir hendi ákveðnar væntingar um að hald- ið yrði kvennaþing hér á landi. Enn- fremur var fljótlega ákveðið að halda þingið utan suð-vesturhornsins og með tilliti til samgangna við Færeyjar urðu Egilsstaðir fyrir valinu. Einnig eru Egils- staðir sá staður á Austurlandi sem getur tekið við samkomu af þeirri stærð sem hér um ræðir. Nefndin réði Guðrúnu Ágústsdóttur til að vera framkvæmda- stjóri þingsins og tók hún til starfa 1. nóv. 1991. Guðrún hefur aðsetur hjá Jafnréttisráði. Undirbúningur fyrir þingið er nú í fullum gangi. Búið er að halda einn samráðsfund með tengiliðum frá Fær- eyjum og Grænlandi. Gert er ráð fyrir að um 300 manns sæki þingið; 50 frá Grænlandi, 100 frá Færeyjum og 150 frá íslandi. Skráningarfrestur er til 8. júní en ráðstefnugjaldið er kr. 2.000,- Öll tiltæk funda- og gistiaðstaða á Egilsstöðum og í nágrenni verður nýtt til hins ýtrasta. Þar sem gististaðir eru eilítið dreifðir verða skipulagðar rútuferðir um svæðið nokkrum sinnum á dag. Höfuðstöðvar þingsins verða í íþróttahúsinu þar sem allur þingheimur getur safnast saman í einu til að hlýða á fyrirlestra sem tengj- ast meginviðfangsefni dagsins. Þar verð- ur einnig komið fyrir sýningar- og kynn- ingarbásum þar sem ýmis samtök og áhugafélög kvenna geta kynnt starfsemi sína. Smærri fyrirlestrar og hópastarf verða í menntaskólanum og grunnskól- anum. Einnig verður útimarkaður þeirra Egilsstaðabúa notaður í þágu þingsins Kvenréttindafélag Islands þakkar eftirtöldum aðilum góðar óskir og stuðning í tilefni af 85 ára afmœli félagsins Landssamband lífeyrissjóða Mjólkurbú Flóamanna Landsvirkjun Morgunblaðið LEGO Nj arð víkurbær Menntaskólinn á Akureyri Norræna húsið Menntaskólinn á Egilsstöðum Nói-Siríus hf. Menntaskólinn á Laugarvatni ORA hf. Menntaskólinn á ísafírði Póstur og sími 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.