19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1992, Qupperneq 48

19. júní - 19.06.1992, Qupperneq 48
Vestnorrænt kvennaþing: „Kvinnuting Utnorðurs“ eftir Ragnheiði Harðardóttur Dagana 20.-23. ágúst n.k. verður háð vestnorrænt kvennaþing á Egilsstöðum. Vestur-Norðurlönd mun vera tiltölulega nýtt hugtak í landafræðinni en þá er átt við Grænland, ísland og Færeyjar. Vestnorræna kvennaþingið er haldið í samræmi við samþykkt Alþingis á þingsályktunartillögu frá vestnorræna þingmannaráðinu um að árið 1992 skuli vera sérstakt vestnorrænt ár. Því til áréttingar verða haldnar ráðstefnur um þrjú mikilvæg málefni í löndunum þremur - jafnréttismálin komu í hlut okkar Islendinga. í framhaldi af samþykkt Alþingis skip- aði félagsmálaráðherra undirbúnings- nefnd og kom hún fyrst saman 9. apríl 1991. I nefndinni sitja Ragnheiður Harðardóttir tilnefnd af Jafnréttisráði og er hún jafnframt formaður, Lára V. Júlíusdóttir tilnefnd af ASÍ, Guðrún Árnadóttir tilnefnd af KRFÍ, Þórveig Þor- móðsdóttir tilnefnd af BSRB og Stefanía M. Pétursdóttir tilnefnd af Kvenfélaga- sambandi íslands. Þær Hulda Karen Ól- afsdóttir varamaður Guðrúnar og Lísa Thomsen varamaður Stefaníu hafa einn- ig unnið mikið með nefndinni í vetur. Undirbúningsnefndin ákvað á fyrsta fundi sínum að setja stefnuna á kvenna- þing frekar en fámenna ráðstefnu. Eftir Nordisk Forum í Osló 1988 var mikill áhugi meðal kvenna í þessum löndum á að halda sitt eigið „forum". Óformlegur undirbúningshópur tók til starfa þá um haustið og starfaði fram á sumar 1989 þegar fréttist af ályktunum vestnorræna þingmannaráðsins. Var þá ákveðið að hætta frekari undirbúningi og setja traust sitt á þjóðþing landanna þriggja. Það var því Ijóst að þegar voru fyrir hendi ákveðnar væntingar um að hald- ið yrði kvennaþing hér á landi. Enn- fremur var fljótlega ákveðið að halda þingið utan suð-vesturhornsins og með tilliti til samgangna við Færeyjar urðu Egilsstaðir fyrir valinu. Einnig eru Egils- staðir sá staður á Austurlandi sem getur tekið við samkomu af þeirri stærð sem hér um ræðir. Nefndin réði Guðrúnu Ágústsdóttur til að vera framkvæmda- stjóri þingsins og tók hún til starfa 1. nóv. 1991. Guðrún hefur aðsetur hjá Jafnréttisráði. Undirbúningur fyrir þingið er nú í fullum gangi. Búið er að halda einn samráðsfund með tengiliðum frá Fær- eyjum og Grænlandi. Gert er ráð fyrir að um 300 manns sæki þingið; 50 frá Grænlandi, 100 frá Færeyjum og 150 frá íslandi. Skráningarfrestur er til 8. júní en ráðstefnugjaldið er kr. 2.000,- Öll tiltæk funda- og gistiaðstaða á Egilsstöðum og í nágrenni verður nýtt til hins ýtrasta. Þar sem gististaðir eru eilítið dreifðir verða skipulagðar rútuferðir um svæðið nokkrum sinnum á dag. Höfuðstöðvar þingsins verða í íþróttahúsinu þar sem allur þingheimur getur safnast saman í einu til að hlýða á fyrirlestra sem tengj- ast meginviðfangsefni dagsins. Þar verð- ur einnig komið fyrir sýningar- og kynn- ingarbásum þar sem ýmis samtök og áhugafélög kvenna geta kynnt starfsemi sína. Smærri fyrirlestrar og hópastarf verða í menntaskólanum og grunnskól- anum. Einnig verður útimarkaður þeirra Egilsstaðabúa notaður í þágu þingsins Kvenréttindafélag Islands þakkar eftirtöldum aðilum góðar óskir og stuðning í tilefni af 85 ára afmœli félagsins Landssamband lífeyrissjóða Mjólkurbú Flóamanna Landsvirkjun Morgunblaðið LEGO Nj arð víkurbær Menntaskólinn á Akureyri Norræna húsið Menntaskólinn á Egilsstöðum Nói-Siríus hf. Menntaskólinn á Laugarvatni ORA hf. Menntaskólinn á ísafírði Póstur og sími 48

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.