19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 32

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 32
Ragnheiður Runólfsdóttir íþróttamaður ársins 1991: „Hætti sátt eftir stórkostlegan tíma“ eftir Vilborgu Davíðsdóttur „Þetta kom mér ekki á óvart vegna þess að ég tel að ég hafi átt titilinn skilinn og ég var mjög ánægð með að það að ég er kona skyldi ekki standa í vegi fyrir mér," segir Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona sem fyrr á þessu ári varð önn- ur íslenskra kvenna til að verða kjörin íþróttamaður ársins. Kjör íþróttamanns ársins hefur verið árlegur viðburður síð- an 1956 og fyrst kvenna til að hljóta þennan eftirsótta titil var Sigríður Sig- urðardóttir handknattleikskona sem var valin íþróttamaður ársins 1964. „Ég veit ekki hvort kjör mitt hafi kom- ið fólki á óvart en ég veit hins vegar að það voru ýmsir sem voru ekki ýkja ánægðir með að ég skyldi verða fyrir valinu og töldu að annar íþróttamaður, karlmaður, hefði frekar átt að fá þennan titil," segir Ragnheiður. „En þetta er allt- af svona. íþróttamenn eru skapmenn og eiga að vera það. Kynjamismunun er ekki jafn áberandi á meðal íþróttafólks- ins sjálfs eins og hjá fjölmiðlum og íþróttasamböndunum. Þar á ég sérstak- lega við hópíþróttirnar þar sem bæði kynjum og peningum er haldið aðskild- um. Fjölmiðlar fjalla sáralítið um leiki kvennaliða í fótbolta, handbolta og körfubolta en veita karlaliðunum mikla athygli. Dæmi um misrétti í úthlutun peninga er kvennalandsliðið í fótbolta. Landsliðið var lagt niður í tvö ár en nú, þegar fótboltakonurnar eru að byrja á ný, verða þær sjálfar að kaupa á sig skóna! Þetta er aðeins eitt lítið dæmi af mörgum og á meðan hugsunarhátturinn hjá ráðamönnum í sérsamböndunum er svona er varla hægt að búast við að vel gangi að bæta árangur íþróttamann- anna." Ragnheiður er fædd og uppalin á Akranesi en segir að hún hafi verið lítið í heimabænum sínum undanfarinn ára- tug eða svo. „Ég er óttaleg flökkukind," segir hún skellihlæjandi. „Ég hef mjög gaman af því að ferðast og kynnast nýj- um stöðum og fólki." Þegar þetta er skrifað er Ragnheiður farin til Alabama í Bandaríkjunum til æfinga og náms en Tæp átján ár liðu þar til kona var kjörin í annað sinn íþróttamaður ársins á íslandi! „Ég tel ég hafi átt titilinn skilinn," segir sundkonan vinsæla, Ragnheiður Runólfs- dóttir. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.