19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 34

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 34
Það sem bömunum er fyrir bestu eftir Biyndísi Kristjánsdóttur „Foreldrum ber að sýna barni sínu umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum. Foreldrum ber að afla barni sínu lögmætrar fræðslu og ala með því iðjusemi og siðgæði." Þannig hljóðar fyrsta málsgreinin í kafla sem fjallar um foreldraskyldur í nýju frumvarpi til barnalaga sem lagt var fram á Alþingi í vetur. Barnalögunum er ætlað að tryggja að réttur barnsins sé hafður í fyrirrúmi þar sem lögð er áhersla á að foreldrar hafi skyldum að gegna gagn- vart börnum sínum og að börn hafi rétt á umgengi við báða foreldra sína. Ekki virðist vanþörf á að hafa sem tryggasta löggjöf til handa börnum því nú er svo komið í þjóðfélaginu að af ýmsum ástæðum eru afar mörg börn ákaflega illa stödd og augljóst að við þurfum að vera betur vakandi yfir réttindamálum barnanna og skyldum foreldra eða uppalenda gagnvart þeim. Barnalög í gildi frá 1921 Lög sem varða hag barna hafa þó verið hér í gildi frá árinu 1921. Það ár voru sett tvenn barnalög. Annars vegar „Lög um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna" og hins vegar lög um skilgetin börn. í lögunum var skilgreint hvernig framfærsla og uppeldi barnanna ætti að vera. Það var síðan ekki fyrr en árið 1981 sem sett voru heildar- lög sem gilda bæði fyrir skilgetin og óskilgetin börn, um forsjá, skyldur og rétt- indi barna. En endurskoðun á þeim lögum var lögð fyrir Alþingi í vetur. Fæstir kynna sér að neinu ráði lögin sem í land- inu gilda, enda eru þau oft þannig orðuð að erfitt er að skilja við hvað er átt. Lög um málefni barna koma okkur öllum við og verður hér reynt að veita nokkra innsýn í þau með því að stikla á stóru um helstu at- riðin og fjalla um nokkrar af þeim nýjungum sem eru í frumvarpinu til barnalaga. Sjöfn Kristjánsdóttir, lög- fræðingur, sem hefur starf- að mikið fyrir Kvennaráð- gjöfina, var greinarhöfundi innan handar og einnig var leitað til Hjördísar Hjartar- dóttur, félagsráðgjafa og starfsmanns Barnaverndar- nefndar hjá Félagsmála- stofnun Reykjvíkurborgar, og hún beðin að segja álit sitt á frumvarpinu og hvernig hún telur að það eigi helst eftir að koma börnum til góða. Öll börn hafa jafnan rétt í frumvarpinu er tekið fram að lögin taki til allra barna, sem þýðir að öll börn eru jafn rétthá. ítarlega er fjallað um faðerni barna og meðal þess sem er nýtt í þessu frumvarpi er að nú er hætt að tala um skilgetin og óskilgetin börn því réttur alira barna er hinn sami. Einnig er hér nýtt að eiginmaður eða sambúðarmað- ur, sem samþykkt hefur að kona hans fari í tæknifrjóvgun þar sem notað er sæði úr öðrum manni, telst faðir barns- ins. Þetta er gert til að tryggja rétt barns- ins ef til skilnaðar kæmi, því annars gæti faðirinn vef- engt faðernið og þar með losað sig undan öllum skyldum gagnvart barninu. Börn geta krafist fjárframlaga til menntunar í kaflanum um framfærslu barna eru nokkur atriði sem mörgum einstæðum mæðr- um kæmi án efa vel að vita um. Þar segir m.a. að með- lag með barni megi ekki ákveða lægra á mánuði en það sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir en aftur á móti má semja um hærri greiðslur. Almennt er skylda að greiða með börnum þar til þau verða 18 ára en barn getur krafist þess að fá fjár- framlag til menntunar eða starfsþjálfunar þar til það er 20 ára. Hægt er að fara fram á sérstakar greiðslur frá föður vegna útgjalda við skírn barns, fermingu, 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.