19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 20

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 20
Námskeið í sjálfsstyrkingu eftir Önnu Valdimarsdóttur sálfræðing Sjálfsmynd fólks er ákaflega mismunandi og fæstir bera það utan á sér hvernig þeim líður. Eins og fram kemur í svörum fulltrúa tveggja ráðningarstofa hér á undan er nokkur munur á því hvernig konur og karlar bera sig að við atvinnuleit. Aðalmarkmið námskeiða í sjálfsstyrk- ingu er að efla sjálfstraust og jákvætt sjálfsmat og áhersla er lögð á að virða eigin þarfir, langanir og skoðanir. Fjall- að er um atriði sem auðvelda fólki að halda uppi samræðum, koma fram mál- um sínum af festu og kurteisi, tjá tilfinningar sínar, bæði jákvæðar og neikvæðar, svara fyrir sig og geta sagt nei án þess að fyllast af óeðli- legri sektarkennd. Mikilvægasta persónan í lífi okkar er og verður við sjálf og ef við pöss- um ekki upp á okkur sjálf, andlega og líkam- lega, eigum við lítið að gefa öðrum. Þess mis- skilnings gætir stundum að sjálfsstyrking gangi út á að verða eigingjarn og hugsa bara um sjálf- an sig. En maðurinn er félagsvera. Á sama hátt og gleðin og hamingjan í lífi okkar sprettur iðu- lega af samneyti við annað fólk, skapa sam- skipti okkar við aðra einnig mestu gremjuna og örvæntinguna. Ef manneskja veit að hún getur varist ágengni annarra og svarað órétt- mætum ásökunum eða tvíræðum athugasemd- um á hún auðveldara með að slaka á í sam- vistum við aðra og njóta sín. Konur hafa ætíð verið í umönnunar- og Unnur uppburðarlausa og ír- is yfirgangssama En hvernig má virða eigin óskir og þarfir án þess að verða fram úr hófi eigin- gjarn? Hvað felst í því að sýna sjálfs- styrk? Segja má að sjálfs- styrkur sé hinn gullni meðalvegur á milli upp- burðarleysis annars veg- ar og yfirgangssemi hins vegar. Lítum aðeins á þrjár konur til að sjá muninn, þær Unni upp- burðarlausu, írisi yfir- gangssömu og Söndru sjálfsstyrku. Unnur uppburðar- lausa forðast að taka ábyrgð á lífi sínu og reynir gjarnan að koma henni yfir á aðra. Aðrir neyðast til að taka ákvarðanir fyrir hana og það vekur hjá þeim and- úð og gremju. Hún læt- ur ekki í Ijós hvað henni finnst og ætlast til að aðrir finni á sér til hvers hún vonast og ætlast af þeim. Hún lætur undan þegar hagsmunir hennar og óskir stangast á við óskir annarra jafnvel þótt henni sé það óljúft. Oft er hún í hlutverki píslarvottarins og kemur inn sektarkennd hjá öðr- um. Skilaboðin sem hún sendir frá sér eru: Ég skipti ekki máli, þú get- ur traðkað á mér. Hugs- uppeldishlutverki og uppi hafa verið ákveðnar hugmyndir um það hvernig við eigum að vera, hógværar, lítillátar og hugsa fyrst og fremst um aðra. Marg- ar konur þurfa því hjálp við að læra að taka tillit til sjálfra sín án samviskubits. .Sjálfsþekking er nauðsyn," segir Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.