19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 38

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 38
Og er ekkert í þessum nýju lögum sem lagar það? „Nei. Sektarákvæðið er lagað veru- lega þannig að nú verður hægt að beita þann sem fer með forsjána miklu hærri sektum. Sektirnar voru svo lágar að það þótti ekki taka því að leggja þær á. Þær voru 200 krónur fyrir hvern dag sem umgengni átti að vera en í nýju lögun- um er búið að hækka sektirnar í 5000 krónur og tengja við einhverja vísitölu." En ekkert sem tekur á því vandamáli að fá feður til að umgangast börnin? „Nei, ekkert. Auk þess eru mæður al- mennt það skynsamar að þeim dettur ekki í hug að pína feður til umgengni. Þær eru að hugsa um hag barna sinna og ef þeir sinna ekki umgengni við börnin, þá telja þær sig ekkert geta við því gert. Konur fá sér ekki lögmann og fara í hart eins og karlar gera, þær nota aðrar leiðir; hafa samband við föðurinn, mömmu hans eða einhverja aðra til að reyna að koma umgengninni á." En ef við hugsum eingöngu um hag barnsins í tilfellum sem þessum? „Þú getur ímyndað þér hvernig það yrði fyrir barnið ef sá sem er með það fer að heimila umgengni til þess eins að þurfa ekki að borga 10.000 krónur fyrir helgina. Hvað fylgir þá barninu í þessa umgengni? Viðhorf þess sem er með barnið skiptir svo miklu máli: Finnst mér umgengnin sjálfsögð og eðlileg eða er ég henni ofsalega mótfallinn - og er ég bara að leyfa hana svo ekki verði gert fjárnám í bílnum mínum eða íbúð- inni. Samskipti sem eru knúin fram með sektum geta aldrei orðið eins og eðlileg samskipti. Ætli verði ekki bara næst sektir vegna þess að samverutími fjöl- skyldunnar er of lítill. Sektir á þá sem vinna alltof mikið eða taka of mikinn þátt í félagsstörfum. En svona er þetta ekki bara á íslandi. Þetta er svona að minnsta kosti líka á hinum Norðurlönd- unum en þó er einhvers staðar búið að fella svona ákvæði niður." Sameiginlega forsjáin viðhorfsmótandi „Það sem ég er að segja er að með þess- um lögum er verið að hliðra til ýmsum formreglum en mér finnst þau ekki gera nóg fyrir börn. Þó held ég að til lengri tíma litið geti ákvæðið um sameiginlega forsjá kannski gert það. Ég held ekki að það breyti neinu núna, vegna þess að fólk sem á annað borð getur og vill vinna saman að hagsmunum barna sinna gerir ekki forsjá að ágreiningsefni. Það bara semur sín á milli um það hvort er með forsjána. En mér finnst þessi möguleiki góður og ég held að hann geti stuðlað að viðhorfsbreytingu, þann- ig að það þyki eðlilegt - ekkert sem þarf að hugsa eða ræða um - eftir skilnað eða samvistarslit að fólk vinni saman að hagsmunum barna sinna. Ég held að núna vanti heilmikið upp á að fólk vinni þannig saman." SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. Siglufjöröur: Torgið hf., Aðalgötu 32. Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1. • Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Pórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. Skoðið gœðavörur hjá okkur og umboðsmönnum okkar um allt land: SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.