19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 30
Stungu niðurstöðunum
undir stól
eftir Ellen Ingvadóttur
Lovísa Einarsdóttir hefur unnið innan vébanda ÍSÍ síðan 1981, fyrst sem formaður Fimleikasambands ís-
lands um fjögurra ára skeið en síðan var hún kjörin í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 1986, ásamt Katrínu
Gunnarsdóttur, og eru þær fyrstu konurnar sem sæti eiga í framkvæmdastjórninni. Lovísa, sem er
íþróttakennari að mennt, hefur aldrei keppt í íþróttum en fór í íþróttakennaraskólann á Laugarvatni á
sínum tíma vegna brennandi áhuga á iþróttum.
„Ég hef aldrei gengib með for-
mennsku fyrir einu eða neinu félagi í
maganum og það var nánast tilviljun að
ég dróst inn í stjórn míns garnla sam-
bands, Fimleikasambandsins, og að ég
sæti svo sem formaður þess myndi ég
ekki hafa trúað hefði einhver spáð því.
Áhugi minn á íþróttunum, ekki síst á
fimleikum, hefur einhvern veginn leitt
til þess að ég sit nú í framkvæmda-
stjórninni." Lovísa segir að frami hennar
innan ÍSI hafi verið skjótur og að það
gefi til kynna að konum séu flestir vegir
færir þar.
„Þess ber að geta að í varastjórn ÍSÍ
var kona, Ástbjörg Gunnarsdóttir
íþróttakennari, sem vann mikið starf,"
segir Lovísa þegar við rifjum upp feril
kvenna innan stjórnar ÍSÍ.
Hvernig var þér tekið í karlaveldinu í
framkvæmdastjórninni?
Eftir andartaks þögn segir Lovísa að
hún hafi verið boðin velkomin. „En því
er ekki að neita að ég fékk það fljótlega
á tilfinninguna að það myndi ekki borga
sig fyrir mig að koma með neinar bylt-
ingarkenndar tillögur heldur að reyna
að koma málum mínum að fet fyrir fet.
Ég er og hef alltaf verið jafnréttissinni og
vinn samkvæmt því. Því er hins vegar
ekki að neita að það er oft á brattann að
sækja í þeim efnum. Ef ég lendi í því að
vera ósammála tillögu, sem karlmaður
hefur lagt fram, dembast yfir mig spurn-
ingar sem ég heyri aldrei lagðar fyrir
karlmennina í stjórninni. Það hefur
meira að segja komið fyrir að ég hef
verið spurð, við slík tækifæri, hvort
skoðanir mínar stjórnist af málefninu
sjálfu eða af einhverjum kvennapólitísk-
um málefnum. Mér finnst þetta móðg-
andi en svona er þetta."
Lovísa Einarsdóttir í framkvæmdastjórn
ÍSÍ: „Ef ég lendi í því að vera ósammála
tillögu, sem karlmaður hefur lagt fram,
dembast yfir mig spurningar sem ég
heyri aldrei lagðar fyrir karlmennina í
stjórninni."
Lovísa verður skyndilega glettin á
svip þegar hún vísar til samtala sem hún
hefur átt við konur í norrænu íþrótta-
hreyfingunum. „Auðvitað ræðum við
mikið saman vegna þess að við eigum
svo margt sameiginlegt. Eitt sinn sem
oftar sátum við nokkrar norrænar stöllur
saman í Osló og ræddum stöðu kvenna
í íþróttahreyfingunni. Ég var spurð að
því hve lengi ég hefði verið í fram-
kvæmdastjórninni og þegar í Ijós kom
að ég hef verið það lengi að ég er ekki
lengur með hjartslátt yfir því að vera
ósammála karlmönnunum sagði ein
konan við mig: „Heyrðu Lovísa, þetta
þýðir að nú þarft þú að hafa gætur á
þér. Reynsla okkur er sú að þegar konur
í íþróttastjórnum fara að tala af sama ör-
yggi og karlarnir er stutt í að þeir fari að
huga að annarri konu í stjórnina." Hvort
þetta eigi við hér veit ég ekki enn en þá
hlýtur að fara að koma að því að ég
verði að fara að tryggja mig í sessi hygg-
ist ég halda áfram í framkvæmdastjórn-
inni." Á alvarlegri nótum segir hún að
þegar hún geri tillögur virðist hún yfir-
leitt þurfa að hafa meira fyrir þeim en
karlmennirnir í stjórninni. „Það er eins
og að við konurnar tvær í stjórninni
þurfum sífellt að vera betur undirbúnar
en karlarnir ef einhver von á að vera til
þess að við fáum tillögur okkar sam-
þykktar. Þetta er ekki kvenleg minni-
máttarkennd heldur köld staðreynd. Við
Katrín höfum nú verið í framkvæmda-
stjórn ÍSÍ í nokkur ár og erum báðar
skólaðar í umgengni við karlanna þar.
Ætla mætti að þeir viti betur en svo að
við séum kvenrembur í málflutningi
okkar en því miður þá fáum við oft
niðurlægjandi spurningar þegar við tök-
um á málefnum sem eru okkur hugleik-
in. Ég er sannfærð um að á næstu árum,
þegar konum í stjórninni fjölgar, muni
karlmennirnir sjá að þeir verði að
breyta viðhorfum sínum og koma á
móts við okkur eins og við verðum að
koma á móts við þá. Hingað til hafa
karlmennirnir farið nokkuð í eina stefnu
en sem betur fer sjáum við Katrín eitt og
eitt merki þess að ekki er lengur litið á
okkur sem einhverja óróaseggi og það
er af hinu góða. Kannski erum við
brautryðendur fyrir aðrar konur og ég
vona sannarlega að þær sem seinna
koma í stjórn ÍSÍ muni ekki þurfa að
30