19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 11

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 11
Af hvaða ástæðum velja sumir sér að eignast börn en aðrir ekki? Er það eigingirni að eignast börn eða er það eigingirni að eignast engin börn? Er kona sem ekki fyllist örvæntingu yfir því að geta ekki eignast barn köld og óeðlileg? Þær Esther og Sigur- björg hafa þurft að svara spurningum sem fæstar konur hafa leitt hugann að. endasendast eftir pössun og það er hægt að sofa fram eftir þegar manni sýnist. Ég er ekki frá því að systur mínar hafi á stundum öfundað mig af því frelsi sem ég hef alltaf haft til að ráðstafa tíman- um." „Ég finn á móti að ég tek á mig meiri ábyrgð í starfi, af því að ég hef þetta frelsi, heldur en ég myndi gera ef ég ætti barn," segir Sigurbjörg hugsandi. „Maður veit að einhver þarf að flýta sér heim vegna barnsins og tekur meira á sig." Esther samsinnir. „Ég á aldraða for- eldra og finn fyrir því viðhorfi að af því að ég er barnlaus þá verði ég oftar að vera tilbúin fyrir þá. Ef til vill finn ég þessa kröfu meira hjá sjálfri mér en syst- kinum mínum." „Meðal ókostanna er að stundum finnst mér fólk ekki líta svo á að við hjónin séum raunveruleg fjölskyIda sem til dæmis hafi reglu á matmálstímum. Fólk á það til að hringja um sjöleytið og bjóða okkur að skreppa til sín í mat. Það er auðvitað kvöldmatartími hjá okkur líka og við undirbúum mat á föst- um tímum þó að börn séu ekki við borðið," segir Sigurbjörg. „Sá sem á börn er að ýmsu leyti bú- inn að ráðstafa frítíma sínum næstu tutt- ugu árin og ábyrgðin varir til æviloka. Ég skynja það nijög sterkt hjá mæðrum, sérstaklega öldruðum mæðrum, að þær verða æ uppteknari af börnunum sínum þótt þau séu uppkomin." „Líf foreldra rninna snýst um börn og barnabörn," segir Esther og brosir. Þær fara báðar að hlæja og spyrja næstum í kór: „Um hvað mun okkar líf snúast þegar við erum orðnar aldraðar?!" Esth- er segist í gríni og alvöru hafa stundum sagt við systkinabörnin að þau verði nú að hugsa um frænku þegar hún sé orðin gömul. „Þú veist ekki hvers þú ferð á mis" „Fólk segir stundum við mig," heldur Sigurbjörg áfram," „Þú veist ekki hvers þú ferð á mis." Að vissu leyti er það rétt, ég veit ekki fullkomlega hvað ég fer á mis við. En það gildir um allt sem þú tekur ákvörðun um. Öllu fylgja kostir og gallar og það gildir ekki bara um börn- in. Og þetta hefur ekki haft þau áhrif að ég hafi séð ástæðu til að endurskoða ákvörðun mína. Það hefur verið sagt við mig: „Æ, það er svo gott að eiga börnin að í ellinni. Hvað ætlarðu að gera?" í framhaldi af því hef ég velt því fyrir mér að það sé í raun mjög eigingjarnt að hugsa svona. Verða samskiptin við barnið þá ekki þannig að ég sé að gefa af mér með það í huga að fá allt til baka aftur seinna? Geri ég það er ég ekki að gefa þessum einstaklingi sjálfstætt val um hvernig hann vill haga sínu lífi seinna." Esther segist hafa fengið svipuð skila- boð í gegnum tíðina og bendir á að barnafólk sjái heldur ekki hvers það fari á mis og geti tæplega dæmt þar um. „En eflaust," segir hún, „meinar það vel og hugsar þetta ekki til enda. Á tímabili fannst mér ég ekki alveg falla inn í vin- kvennahópinn þegar þær byrjuðu að tala um börnin, lasleika og allt það stúss sem fylgir þessum litlu skinnum. Þær töluðu og ég hafði fátt til málanna að leggja. En það var aðeins á vissum tíma sem mér fannst þetta óþægilegt og ég finn ekki fyrir þessu lengur." Sigurbjörg er sammála en segir eftir nokkra umhugsun að henni finnist það frekar skemmtilegt en hitt að hlýða á tal mæðra um börnin og uppeldið. „Þær mynda alveg sérstakt samfélag. Fæðing- unni og fyrstu árunum fylgir mjög merkilegt tímabil sem þær þurfa að ganga í gegnum og þær hafa mikla þörf fyrir að tala um það og að einhver hlusti. Fókusinn á lífið breytist gífurlega, manneskjan breytist og það skil ég mjög vel. Ég samgleðst fólki sem gengur í gegnum þetta ferli og finnst heillandi að fylgjast með þessum breytingum. Hins vegar hef ég orðið svolítið vör við að fólk haldi það gagnstæða og sé hrætt við að þetta sé viðkvæmt umræðuefni." „Þetta barnleysi mitt hefur aldrei ver- ið á sálinni á mér, ef svo má að orði komast," segir Esther. „Ég hef heyrt af konum sem hafa nánast farið yfir um en þannig hefur mér aldrei liðið." Sigur- björg tekur undir þetta. „Ég ræði þetta ekki við neinn og finnst ég ekki hafa neina þörf fyrir það því ég er svo sátt við það þann farveg sem líf mitt hefur fallið í. Sjálf hef ég unnið fyrir Barna- verndarnefnd í ættleiðingar- og forsjár- málum og aðstoðað barnlaus hjón við að taka börn í fóstur og fannst það sjálf- sögð vinna og gefandi. Ég held að ég hefði ekki getað gert það ef ég hefði ekki verið búin að gera upp mínar eigin tilfinningar." Finnst konunum að þær þurfi að verj- ast og réttlæta afstöðu sína þegar barn- leysi þeirra berst í tal? Er það ef til vill ástæðan fyrir því að barnleysið er svo sjaldan rætt? Sigurbjörg hristir höfuðið en Esther jánkar. „Mér finnst ég ekki þurfa að réttlæta mína ákvörðun," segir Sigurbjörg með áherslu. „Ég hef það svo oft á tilfinningunni að fólk vorkenni mér og það vil ég alls ekki," segir Esther. „Það er frekar ástæð- an fyrir því að ég ræði þetta ekki. Ég kæri mig ekki um að láta vorkenna mér. 11 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.