19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 39
Byggt á gamalli hefð
Við þjóðveginn skammt austan Selfoss
er gamalt félagsheimili. Það lætur lítið
yfir sér og við fyrstu sýn virðist húsið
ekki vera í notkun. Annað kemur í Ijós
þegar inn er komið því þar má sjá að
mikið verk hefur verið unnið við að
gera húsið upp, gólf slípuð og lökkuð,
veggir og gluggapóstar málaðir og finna
má lykt af eitthverju nýju en einnig
gamalkunnuga lykt, lykt af u11. Á gólf-
unum eru rokkar, snældur og háir stafl-
ar af u11 ög ullarbandi. Við veggi má sjá
nýhannaðar og fallegar flíkur úr ull og á
hillum eru ýmsir haganlega gerðir
minjagripir sem fæstir íslendingar hafa
enn barið augum. Við erum staddar í
Ullarvinnustofunni að Þingborg.
Helga Thoroddsen og nokkrar stöllur
hennar áttu hugmyndina að því að
koma vinnustofunni á laggirnar í Þing-
Helga Thoroddsen, einn frumkvöðla
Ullarvinnustofunnar að Þingborg.
borg, gamla félagsheimilinu í Hraun-
gerðishreppi í Flóa. Hún fékk húsið til
afnota endurgjaldslaust en framkvæmd-
ir allar voru gerðar í sjálfboðavinnu
margra kvenna sem slegist hafa í hóp-
inn með Helgu. „Þessu verkefni er ætl-
að það hlutverk að auka störf fyrir kon-
ur í dreifbýli og við höfum notið fjár-
hagslegs stuðnings hins opinbera ásamt
stuðningi frá Búnaðarsambandi Suður-
lands og ýmissa félagasamtaka sem
hafa komið inn í verkefnið til að kynna
það."
Helga er menntuð í vefjarefnafræði
(textíl) og þegar hún kom heim frá námi
árið 1989 hófst hún þegar handa við
rannsóknir á því hvernig megi bæta nýt-
ingu íslensku ullarinnar. „Það kom í Ijós
að hráefnið okkar, gamla, góða ullin, er
ekki nægjanlega góð til að vinna úr því
góða vöru," segir hún og handleikur
mjúka flík sem hönnuð var á Ullar-
vinnustofunni. „Það má engin
taka þetta þannig að ég sé að
segja að ullin sé vond en ég tel
að meðhöndlun hennar í ár-
anna rás hafi verið fremur
ábótavant því ullin er nokkuð
vandmeðfarin." Að sögn
Helgu er mikilvægt að velja
ullina nákvæmlega og þvo
hana vel en varfærnislega
ásamt því að stilla notkun
hreinsiefna mjög í hóf. Það
sé grundvallaratriði.
Nokkur námskeið í með-
ferð ullar hafa verið haldin
að Þingborg og að sögn
Helgu hefur þátttaka í þeim
verið með ágætum. „Við
vinnum ullina frá grunni og
notum jafnt gamlar, hefð-
bundnar aðferðir og nýjar
við vinnuna. Það er gam-
an að sjá áhugann geisla
af andlitum þátttakend-
anna þegar rokkarnir fara
af stað og andrúmsloftið
hér inni verður svolítið
sérstakt," segir hún með
bros á vör. Hún hefur kynnt sér svipuð
verkefni í Svíþjóð, Finnlandi og Græn-
landi og telur ekki vafa leika á því að
Ullarvinnustofan að Þingborg eigi sér
framtíð. „Þetta er knýjandi verkefni,
ekki síst vegna þess að ég tel nauðsyn-
legt að viðhalda gömlum hefðum í
vinnslu ullar og einnig vegna þess að
hér er unnið þróunarstarf varðandi nýt-
ingu hennar. Við veljum það besta úr
ullinni hverju sinni og framleiðum
fyrsta flokks vörur." Hún bætir því við
að ullarvinnsla sé að vissu leyti listgrein
og að möguleikarnir við nýtingu ullar-
innar til fatahönnunar og listiðnaðar séu
nánast ótæmandi. „Við höfum fengið
mikla hvatningu frá ýmsum listamönn-
um, þ.á.m. Hildi Hákonardóttur sem
býr á Selfossi."
Helga segir að lokum að vonandi
verði hægt að hafa Ullarvinnustofunna
opna almenningi í framtíðinni en þar
sem starfið sé nánast á byrjunarstigi sé
því miður ekki hægt að auglýsa hana
opna enn sem komið er. „Það gerum
við þegar fram líða stundir."
eftir Unni Stefánsdóttur
39