19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 36

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 36
Hverjir verða oft verst úti við skilnað? félagsráðgjafa sem veitir barni stuðning á meðan unnið er úr forsjárdeilunni. Hér hefur aðeins verið drepið á nokk- ur þeirra atriða sem er að finna í lögun- um en á eftir fer viðtal við Hjördísi Hjartardóttir félagsráðgjafa þar sem velt er upp ýmsum flötum á frumvarpinu og þeim málum sem þau varða. Að sjálf- sögðu er ekki hægt að fjalla á nokkurn tæmandi hátt um barnalögin í grein sem þessari en þeim sem vilja vita meira er bent á að hægt er að nálgast frumvarpið á skrifstofu Alþingis. Nauðsynlegt að tryggja fólki ráðgjöf Hjördís var fyrst spurð að því hvort nýju lögin myndu gera það að verkum að auðveldara yrði að leysa úr erfiðum málum. „Það eru í rauninni ekki lögin sem eru vandinn heldur maðurinn; hvað hann er fullkominn eða ófullkominn. Manneskjan syrgir og lendir í kreppu sem verður til þess að hún umturnast. Þetta getur valdið miklum erfiðleikum, sérstaklega hvað varðar börnin. Það sem mér finnst fyrst og fremst vanta, og er á engan hátt tekið á í frumvarpinu til barnalaga, er að fólki sé tryggð ráðgjöf. Mér finnst jafnvel að það eigi að skylda fólk í forsjárdeilu til að fara í ráðgjöf. Frumvarp um ráðgjöf hefði átt að koma hér með. Félagsmálaráðuneytið skipaði starfshóp til að semja frumvarp til laga um fjölskylduráðgjöf sem síðan var flutt sem stjórnarfrumvarp árið 1989. Það hét fjölskylduráðgjöf þó að það miðaði einvörðungu að skilnaðarráðgjöf en hópurinn hefur ekki viljað láta það heita svona neikvæðu nafni." Hvað varð um þetta frumvarp? „Það bara dagaði uppi. í því voru að- eins tvær preinar: 1. gr. A vegum hins opinbera skal veita ráðgjöf í skilnaðarmálum, fræðslu um málefni barna í tengslum við sam- búðarslit foreldra og leiðbeiningar um úrlausn í forsjár- og umgengnisréttar- málum. í þessum tilgangi skal starfrækja sérstaka miðstöð fjölskylduráðgjafar undir yfirstjórn Félagsmálaráðuneytisins þar sem veitt verður m.a. sérfræðiað- stoð sálfræðinga og lögfræðinga. Fé- lagsmálaráðherra setur reglugerð um það hvernig háttað verði greiðslu fyrir þjónustu skv. gjaldskrá og um starfsemi miðstöðvarinnar. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Meira var þetta ekki. Barnalögin varða réttarstöðu barna almennt og í mínu starfi sé ég þau í tengslum við samvistarslit foreldra og hjónaskilnaði. Og það sem sárvantar bæði hér í Reykjavík og úti á landi er að fólk geti farið í meðferðarviðtöl þar sem einhver er til að benda á að það er barn með til- finningar sem deilurnar snúast um og hjálpar síðan fólkinu að vinna úr þeim." Finnst þér börnin sjálf oft gleymast? „I skilnaði gleymast þau oft vegna þess að skilnaður er svo mikið áfall fyrir alla - líka þann sem vill skilja. Því þótt það sé aðeins annar aðilinn sem vill skilja þá er hann samt að afsala sér þeim draumum og væntingunum sem gerðar voru til sambúðarinnar eða hjónabandsins og það er áfall. Þetta er erfiðleikatímabil og ekki bara í forsjár- deilum. Þegar fólk er að skilja er það tætt, vansælt og hefur lítið að gefa. Bregst ekki við aðstæðum af skynsemi, yfirvegun eða jafnvægi og hefur í raun mikla þörf fyrir stuðning. Þetta er fólkið sem stendur næst börnunum." Dómstólaleiðin góð fyrir full- orðna fólkið Hvað finnst þér gott við þetta frumvarp? „Þessi möguleiki á sameiginlegri for- sjá. Svo eru örfá dreifð ákvæði. Þetta eru smávægilegar lagfæringar en engar grundvallarbreytingar gagnvart börnun- um. Mér finnst aftur á móti mjög erfitt að sjá hvort dómstólaleiðin kemur börnunum til góða. Ég sé að hún getur komið foreldrunum til góða, en ég sé ekki að hún skili sér á einn eða neinn veg fyrir börnin." Hvað er talið að dómstólaleiðin bæti? „Þar eru skýrari reglur um málsmeð- ferðina, sem er eitt af því sem er til bóta í þessum barnalögunum. Dómstólaleið- in er góð fyrir fullorðna fólkið. Það get- ur þá vasast með öll gögnin, rifist með sínum lögfræðingum og hefur betri að- stöðu til að gæta hagsmuna sinna. En hver gætir hagsmuna barnsins? Ekki ræður það sér lögfræðing. Ef lögin eru samþykkt þá er hægt að fara hvora leið- ina sem er, stjórnvaldsleiðina - að láta dómsmálaráðuneytið taka ákvörðun - 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.