19. júní


19. júní - 19.06.1992, Síða 21

19. júní - 19.06.1992, Síða 21
anir mínar eru ekki merkilegar, það er miklu meiri ástæða til að hlusta á þínar. Markmiðið með uppburðarleysi hennar er oft að hafa aðra til friðs og komast hjá leiðindum og deilum hvað sem það kostar. íris yfirgangssama hefur hins vegar hátt og lætur mikið að sér kveða, en undir hrjúfu yfirborðinu býr oft lítið raunverulegt sjálfstraust. Hún lætur skoðanir sínar oft í Ijós á óviðeigandi og særandi hátt og á erfitt með að virða skoðanir annarra. Hjá henni snúast skoðanaskipti um það að fara með sigur af hólmi og hún er stöðugt í samkeppni við aðra. Fólki sárnar oft við hana og stendur hálfgerður stuggur af henni. Skilaboðin sem hún sendir frá sér eru: Þetta er það sem mér finnst og þú ert vitlaus ef þér finnst eitthvað annað. Þetta er það sem ég vil, mér kemur ekk- ert við hvað þú vilt. Markmiðið með yfirgangsseminni er að sýna fram á eig- in yfirburði og hafa sitt fram hvað sem það kostar. Sandra sjálfsstyrka stendur á sínu og lætur hugsanir sínar og skoðanir í Ijós - en hún gerir það á hreinskilinn og við- eigandi hátt, án þess að gera lítið úr öðrum eða nota særandi orðalag. Hún er háttvís og hreinskiptin og þess vegna laðast fólk að henni. Hún ætlast ekki til þess að aðrir geti lesið hugsanir hennar. Hún reynir að fá aðra til að koma á móts við sig með því að tjá óskir sínar beint og hún notar ekki sektarkennd sem stjórntæki. Hún hefur gott sjálfsálit sem felst í því að hún er sátt við sjálfa sig í grundvallaratriðum án þess að ímynda sér að hún sé fullkomin eða gallalaus. Skilaboðin sem hún sendir frá sér eru: Þetta er það sem mér finnst, svona lít ég á málin en ég er einnig reiðubúin að hlusta á þína hlið. Markmiðið með því að sýna sjálfs- styrk snýst ekki um að fara með sigur af hólmi heldur um það að halda sjálfs- virðingu sinni og bæta tjáskipti. Sjálfsþekking er nauðsyn Auðvitað er freistandi að reyna að finna einhverja aðra sem passa við Unni upp- burðarlausu eða írisi yfirgangssömu. En við eigum það öll til að sýna yfirgangs- semi og uppburðarleysi - einnig þeir sem hafa kennt sjálfsstyrkingu árum saman. Og til þess að geta orðið líkari Söndru sjálfsstyrku er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvað verður helst til þess að Unnur uppburðarlausa og íris yfirgangssama koma upp á yfirborðið. Viðbrögð þátttakenda Ekki er óalgengt að konur fari að meta sjálfar sig meir að verðleikum og til dæmis hafa konur farið fram á meiri laun fyrir störf sín í kjölfar námskeiðs í sjálfsstyrkingu vegna þess að þeim var auðveldara að gspta sjálfsagðra réttinda sinna. Margar konur fara líka að gera meira fyrir sjálfar sig án þess að fyllast af sekt- arkennd yfir „sjálfselsku" sinni. Þegar námskeiðin eru á kvöldmatartíma kem- ur stundum fyrir að konur ganga út, kannski í fyrsta sinn í hjónabandinu, án þess að gefa fjölskyldunni að borða og uppgötva þar með að þær eru ekki eins ómissandi og þær héldu. Sumar konur gera sig ómissandi, ekki aðeins í fjöl- skyldunni heldur einnig á meðal vina og ættingja. Ef einhvers staðar er til dæmis haldin veisla finnst þeim að þær verði að bjóða fram hálp sína sem end- ar svo með því að það er stöðugt verið að kvabba á þeim. Aðrir standa í þeirri meiningu að þær hafi svo gaman af þessu sem er kannski löngu liðin tíð. En það er áríðandi að vera fús til að viður- kenna hvaða þátt maður á sjálfur í því að samskipti eru ekki eins og best verð- ur á kosið. Ein kona lýsti því til dæmis hvernig hún hefði verið vön að þegja eða rjúka upp og fá alla á móti sér þeg- ar hún mætti mótbyr á vinnustað. Eftir námskeið í sjálfsstyrkingu setti hún sér þá reglu að hugsa sig vel um áður en hún talaði og þá brá svo við að hún fékk aðra á sitt band þegar hún kvað upp úr með það sem henni fannst vera að. Sjálfsstyrking ætti að verða til þess að við gefum meira af okkur - vegna þess að við kjósum það sjálfar - og það sem mér finnst kannski allra vænst um að heyra er að börnin grínist við mæður sínar um hvort þær geti ekki haldið áfram á sjálfsstyrkingarnámskeiðinu af því að þá séu þær „svo góðar og skemmtilegarl". Viltu vinna stundum? Afleysinga- og rádningaþjónusta Liðsauki hf. Skólavördustig 1a- 101 fíeykjavík- Simi 621355 Góð brauð góð heilsa að ógleymdum kökum og tertum Bergstaðastræti 13-101 Reykjavík - Sími: 13083

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.