19. júní


19. júní - 19.06.1992, Síða 54

19. júní - 19.06.1992, Síða 54
Sigurður Árni myndi koma þangað á vorin þegar skóla lyki en það fór á ann- an veg. Eg varð fljótlega vör við það eft- ir að önnur dóttir okkar fæddist að sum- um í prestakallinu fannst hæpið að ung kona, sem nýbúin var að eignast barn, myndi geta sinnt skyldum prests jafnvel þótt hún hefði heimilishjálp. í fyrstu trúði ég þessu ekki en svo kom að því að í mig hringdi kona úr söfnuðinum sem sagði mér að mikið væri talað um mig og að margir efuðust um getu mína." Ekki er laust við að það votti fyr- ir sársauka í andliti Hönnu þegar hún rifjar þetta upp og hún er spurð hvort endurminningin sé henni sár. „Að sjálf- sögðu er hún það," svarar hún, „ekki fyrir mig persónulega heldur fyrir kon- ur. Tortryggnin og efasemdirnar í minn garð eftir að Saga fæddist urðu mér gífur- leg vonbrigði, ekki síst vegna þess að það voru yfirleitt konur sem efuðust um getu mína til að vera prestur og móðir. Ég held að þetta sé ágætt dæmi um það hvernig minnimáttarkennd kvenna kemur fram og þótt ég dæmi ekki neinn sérstaklega í hjarta mínu vegna þessa máls þá kemur það oft upp í huga mér sem sagt hefur verið að konur séu kon- um verstar. Það þykir mér einna erfiðast að sætta mig við." „Ég fór að Skálholti til starfa sem hús- móðir, kennari og aðstoðarmaður Sig- urðar Árna. Ég gekk nánast í öll störf sem þurfti að sinna." Það var síðan í fyrra að önnur kaflaskipti urðu í lífi við- mælanda okkar. Fregnir bárust af því að þáverandi þjóðgarðsvörður, séra Heimir Steinsson, hefði verið skipaður í embætti útvarps- stjóra eftir að hafa verið í tíu ár á Þing- völlum. „Ég neita því ekki að það fór um mig straumur þegar ég heyrði frétt- irnar. Eg hafði aldrei verið með neinar hugrenningar um embættið á Þingvöll- um en þar sem ég tel mig vera mikla Þingvallakonu, ef ég mætti orða það svo, skaut þeirri hugsun upp í huga mér að ég ætti að sækja um starf sóknar- prests og þjóðgarðsvarðar á Þingvöll- um. Burtséð frá þjóðlegu gildi Þingvalla þá á staðurinn sér ríkan sess í lífi mínu. Strax á unga aldri fór ég í ótalmargar ferðir hingað með foreldrum mínum og bræðrum en þegar ég varð eldri og hafði líkamlega getu til fórum við oft ríðandi til Þingvalla. Ég hef alltaf sótt mikið hingað." Hanna María segir að löngunin til starfsins hafi vaxið í brjósti hennar jöfn- um höndum þar til svo var komið að hún ákvað að sækja um. „Ég gerði mér hins vegar engar vonir um að fá það. í prestastétt er svo mikið af hæfu fólki en eftir eindregna hvatningu mannsins míns ákvað ég að láta slag standa og sótti um." Af svipbrigðum hennar má ráða að þessi ákvörðun hafi verið stórt skref fyrir hana. „Mér finnst þetta starf svo stórkostlegt og þrátt fyrir að ég von- aði að ég fengi starfið fannst mér það ákaflega fjarlægur möguleiki að svo færi." „Hvað heldurðu að hafi gerst í sálar- tetrinu mínu þegar ég ákvað að sækja um?" segir hún skyndilega. „Ég varð vör við, mér til mikillar undrunar, að ég átti erfitt með að senda umsóknina vegna þess að ég vissi að það væru aðrar kon- ur sem sóttu einnig um starfið. Ég varð vægast sagt hissa á sjálfri mér að það skuli hafa haft áhrif á mig því að ég, jafnréttissinninn, tel það ekki eiga að skipta neinu máli hvors kyns með- umsækjendur manns eru. En það skipti mig samt máli og leitaði ótrúlega mikið á huga minn á meðan ég beið eftir ákvörðun yfirvalda um hver fengi stöð- una." Hún segist oft hafa hugsað um af hverju svona tilfinningar hefðu brotist upp á yfirborðið. „Ég hef enga haldbæra skýringu á því en gæti best trúað að gamla sektarkenndin, sem konum er ilmandi nýtt Peir rækta kaffíjurtina af aldagamalli hefð við bestu aðstæður í frjósömum fjallahlíðum Colombiu. Við veljum bestu baunirnar þeirra. Pú færð ilmandi nýbrennt Colombiakaffi í stjörnuflokki nánast beint úr kvörninni - njóttu þess. KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.