19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 46

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 46
Fráfarandi stjórn Kvenréttindafélags íslands. Efri röð f.v.: Sigurveig Sigurðardóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Ásthildur Ketilsdóttir, Kristín Karlsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Arndís Steinþórsdóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Dóra Guðmunds- dóttir. Neðri röð f.v.: Ellen Ingvadóttir, Jónína Margrét Guðnadóttir, Guðrún Árnadóttir, fráfarandi formaður, Ragnhildur Hjaltadóttir og Áslaug Brynjólfsdóttir. hún verið þar frá upphafi. Mikið starf er unnið á vegum Stígamóta og því miður hefur komið í Ijós að hér á landi er mik- il þörf fyrir slíka stofnun. 6. Framkvæmdanefnd um launamál kvenna Ásthildur Ketilsdóttir er fulltrúi félagsins í nefndinni. Nefndin hélt opinn fund um launamismun karla og kvenna sl. haust og staðfestist í framsöguerindum og umræðum, eins og svo oft áður, að mikill launamismunur á milli kynjanna ríkir á atvinnumarkaðinum. 7. Mæðrastyrksnefnd Þar vinnur, sem áður, Ingibjörg Snæbjörnsdóttir þarft verk fyrir hönd KRFÍ. 8. Undirbúningsnefnd fyrir Vestnor- rænt kvennaþing Fulltrúar félagsins í nefndinni eru Guð- rún Árnadóttir og Hulda Karen Ólafs- dóttir. Undirbúningur kvennaþingsins, sem haldið verður á Egilsstöðum dag- ana 20. til 23. ágúst, gengur vel. Gert er ráð fyrir 300 þátttakendum frá Færeyj- um, Grænlandi og íslandi. 9. Áhugahópur um varðveislu og fram- göngu um Kvennasögu íslands Meginverkefni hópsins er að hafa heild- arumsjón með skráningu Kvennasögu- safnsins og að taka þátt í öflun efnis og gagna. Fulltrúi KRFÍ er Guðrún Gísla- dóttir. 10. Jafnréttisráð Formaður KRFI, Guðrún Árnadóttir, á sæti í ráðinu og varamaður hennar er Ragnhildur Hjaltadóttir. Snemma sum- ars 1991 skipaði félagsmálaráðherra nýtt Jafnréttisráð og Kærunefnd jafnréttis- mála. Nýju jafnréttislögin frá 1991 kveða á um aðskilnað kærumála frá öðrum verkefnum ráðsins og Kæru- nefndin, sem einungis er skipuð lög- fræðingum, fer með kærumál. Ráðinu er hins vegar ætlað að móta stefnu f jafnréttismálum á íslandi og er því störf- um þess hagað eftir því. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var en þá fór mikill tími ráðsins í að sinna kærumál- unum. 11. Undirbúningsnefnd fyrir „Nordisk Forum" Ráðherrar jafnréttismála á Norðurlönd- um hafa ákveðið að efna til norræns kvennaþings í Abo í Finnlandi árið 1994. Guðrún Árnadóttir var fulltrúi KRFÍ. í undirbúningsnefndinni og hald- inn var einn fundur á tímabilinu sem skýrsla þessi nær til. 12. Alþjóðaár fjölskyldunnar Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd til að undirbúa þátttöku íslands í Al- þjóðaári fjölskyldunnar 1994 á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúi KRFÍ í nefndinni er Sigríður ViIhjálmsdóttir. 13. Alþjóðasamtök kvenna Alþjóðlegur fundur stjórnarformanna aðildarfélaga, ásamt formönnum nefnda og svæða, Alþjóðasamtaka kvenna (International Alliance of Women) var haldinn í Japan í byrjun september. Fundinn sóttu 38 konur frá 24 löndum og var fulltrúi íslands Esther Guð- mundsdóttir sem á sæti f stjórn samtak- anna. Engin þeirra sem skipa ráð og nefndir fyrir KRFÍ færðist undan starfi og vinna þær því áfram í nefndunum að undan- skilinni Landvernd en nýr fulltrúi KRFÍ þar er Ellen Ingvadóttir. í árskýrslu þessari hefur aðeins verið stiklað á stóru í starfi KRFÍ en auðvitað hefur verið unnið mikið starf í ýmsum nefndum og hópum án þess að það hafi verið tíundað hér. í því sambandi má nefna MMK, Fræðslunefndina og nefnd er fer yfir lagafrumvörp til Alþingis. Einnig er að störfum undirbúningsnefnd fyrir landsfund félagsins í haust. Nefnd- in er störfum hlaðin og hvetur félagið áhugasama félaga um að leggja henni lið. Úr stjórn ganga Arndís Steinþórsdóttir og Sigurveig Sigurðardóttir. Jafnframt hefur höfundur þessarar skýrslu beðist lausnar frá formennsku af persónuleg- um ástæðum. Tækifærið skal því notað til að þakka öllum KRFÍ félögum og öðr- um hvatningu og stuðning ásamt því að óska félaginu góðs gengis í framtíðinni. Guðrún Árnadóttir 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.