19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 41

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 41
lands var þar aðaldriffjöðrin þar að baki. Það var svo mikið líf í félaginu fyrstu árin. Strax árið eftir stofnun þess kom það fjórum konum í bæjarstjórn. Árið 1911 voru samþykkt lög um jafn- rétti kvenna til menntunar, embætta og námsstyrkja. Ég tel að það séu merkileg- ustu lög sem sett hafa verið varðandi konur hér á landi. Kosningarétt til Al- þingis fengu konur svo 1915. Það er oft talað um stöðnunar- skeið í kvennabaráttunni frá 1920 til 1960. Var allur kraftur úr KRFÍ þegar kosningarétturinn var í höfn? Nei, alls ekki. Það var vissulega ákveðið hlé í réttindamálunum en þá einbeitti félagið sér að félagsmálalöggjöfinni, „sosíal" málum eins og þær kölluðu það. Konur í Kvenréttindafélaginu eru höfundar velferðarríkisins. Ég veit að það er sterkt til orða tekið en þær hófu umræðuna í sambandi við almanna- tryggingalöggjöfina og unnu eins og jarðýtur á bak við tjöldin. Þær notuðu sömu aðferð og kynsystur þeirra í ná- grannalöndunum, „lobbyisma"; þær höfðu tal að þingmönnum og beittu áhrifum sínurn. Reykjavík var svo lítil á þessum tfma að segja má að allir hafi þekkt alla. Auk þess voru þær konur sem sátu á þingi félagar í KRFÍ og létu að sér kveða innan félagsins. Félagið átti oft frumkvæði að lögum sem snertu konur og börn. KRFÍ stofnaði Mæðra- styrksnefndina sem var aðalstarf félags- ins í rúman áratug uns hún var gerð að stofnun. Þá snéru þær sér að alefli að launamálum. Þegar lögum um opinbera starfsmenn var breytt árið 1945 og jafn- réttisákvæði komst inn stóð Kvenrétt- indafélagið þar að baki. Allir litlu áfang- arnir sem náðust á þessum tíma voru fé- laginu að þakka. Því meira sem ég les um Kvenréttindafélagið því betur sé ég að þær lyftu Grettistaki. Af hverju hefur sagan verið þöguð í hel? Af hverju var aldrei talað um það að konur byggðu Landspítalann? Að konur unnu að stofnun Háskólans, en Hið ís- lenska kvenfélag var beinlínis stofnað til að vinna að háskólamálinu. Trygginga- löggjöfin, Mæðrastyrksnefnd. . . Vegna þess að konur eru ekki í beinum valda- stöðum til að halda sjálfum sér á lofti. Og ef þær hafa skrifað ævisögu sína þá skrifa þær um aðra, ekki sjálfar sig. Þær höíðu ekkert blað um tíma. Kvenna- blaðið var vettvangur félagsins meðan það var gefið út og Bríet endaði alla fundi og allt sem hún gerði með því að leggja til að íslenskar konur gæfu út blað. Hún vissi hvað það var mikilvægt að hafa málgagn. Bríet var alveg einstök Bríet var langt á undan sinni samtíð. Hún skipti sér t.d. hvorki af bindindis- málum né trúmálum. Hún virðist vera mjög umburðarlynd í þeim efnum en hún var það ekki í kvenréttindamálum. Hún var aldrei ofstækisfull. En hún mátti þola mikil vonbrigði, eins og árið 1926 þegar hún hefði átt að vera kosin á þing. Konur brugðust henni enda hætti hún þá að vera formaður Kvenrétt- indafélagsins. Hún var reyndar heiðurs- formaður eftir það og var alltaf á fund- um fram á síðustu ár, en Laufey dóttir hennar var formaður. Þær bjuggu sam- an í Þingholtsstræti 18, húsinu þar sem allt gerðist. Þar var Kvenréttindafélagið stofnað, einnig Mæðrastyrksnefnd, Mæðrafélagið, Vinnumiðstöð kvenna, Félag afgreiðslustúlkna í brauð- og mjólkurbúðum og áfram mætti telja. Verst er að húsið var rifið fyrir nokkrum árum, þetta var eitt sögulegasta hús bæjarins. Eru einhver áberandi kaflaskil í kvennabaráttunni? Það verða skil árið 1930 þegar Kvenfé- lagasamband íslands var stofnað. Að- dragandi þess er sá að konur gerðu sér grein fyrir að það er ekki hægt að vinna að kvenréttindamálum og húsmæðra- málum á sama vettvangi. Það ber svo margt á milli. Kvenfélagasambandið varð fjöldasamtök en mun færri konur voru í Kvenréttindafélaginu. Það má ekki gleyrna því að þessi samtök vinna oft saman, t.d. í sambandi við kvenna- frídaginn 1975. Ungar konur innan KRFÍ tóku sig til og stofnuðu Úurnar árið 1968. Það var fyrsta merkið um nýju kvennahreyfing- una hér á landi. Þegar Rauðsokkahreyf- ingin var stofnuð 1970 vildu margar konur innan Kvenréttindafélagsins að þær gengju til liðs við félagið. Ég man að Anna Sigurðardóttir sagði að það eina nýja sem Rauðsokkurnar hefðu fram að færa væri hávaði og rauðir sokkar! Svo verða auðvitað önnur skil með tilkomu Kvennaframboðs og Kvennalista en Kvenréttindafélag ís- lands á enn fullan rétt á sér. Að lokum Sigríður, hvenær kemur bókin út? Handritið er langt komið en vandinn er að velja hvað á að vera með og hvað ekki. Auðvitað er þetta einnig spurning um kostnað. Mig langar að ítreka það að mig bráðvantar Ijósmyndir, þær hljóta að leynast einhvers staðar og væru vel þegnar. Konur í Kvenréttindafélaginu voru ótrúlegar. Þær víluðu ekki fyrir sér að ferðast um landið þvert og endilangt, eins og samgöngur voru erfiðar á þeim tíma. En þær voru ekki duglegar að skrifa ævisögu sína. Saga Kvenréttinda- félags íslands er saga íslenskra kvenna og því verður að vanda vel til verksins. HÓTEL VARMAHLIÐ Skagafirði — sími 95-38170 — 95-38130 í gistihúsinu bjóðum við gistingu, heitan mat, kaffi og margs konar þjónustu. Á staðnum er einnig sundlaug, gufubað, félagsheimili, póst- og símstöð og fleira. Opiö frá kl. 8.00-23.30 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.